Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 158

Andvari - 01.01.1991, Page 158
156 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI I Það má ljóst vera að útgáfan á Ljóðum og lausu máli Huldu muni fremur til komin af áhuga á konum í bókmenntum en nýrómantískum skáldskap í sjálf- um sér. Kvenfrelsishyggjan (femínismi) hefur orðið til að ýta undir athugan- ir á bókmenntum kvenna, bæði samtímaritum og verkum genginna skáld- kvenna. Hulda er augljóslega nærtækt viðfangsefni. Hún var, næst Torfhildi Hólm, fyrst íslenskra kvenna sem samdi og gaf út skáldrit að einhverju marki. Svo var henni afbrigðavel tekið, miklu betur en Torfhildi, því að úr- valslið bókmenntamanna tók Huldu í öndverðu upp á sína arma og lofsöng ljóð hennar. Kvæði Huldu rötuðu snemma inn í úrvalssöfn og er hún til að mynda eina nafngreinda konan sem á efni í íslenskri lestrarbók Sigurðar Nordals. Var Nordal þó öðrum karlkyns menntamönnum fúsari til að viðurkenna skáld- skap kvenna, - að vísu ofan úr háum sessi. Hulda gaf út fyrstu bókina 1909. Alls urðu ljóðabækurnar sjö en ellefu bækur í lausu máli, þar á meðal stór skáldsaga í tveim bindum. Setti Hulda verulegan svip á bókmenntir þjóðar- innar á sinni tíð. Að öllu þessu athuguðu er meira en maklegt að úrval verka hennar sé gefið út með ítarlegum formála á vegum Bókmenntafræðistofnun- ar. Guðrún Bjartmarsdóttir tók að sér að gera úrvalið og rita inngang. Hafði hún valið efnið og samið drög að inngangsritgerð þegar hún féll frá 1988. Var það mikill skaði því að Guðrún var einkar álitlegur fræðimaður. Má ekki síst sjá það á ritgerðum hennar um þjóðsögur og ævintýri sem hún lagði sérstaka stund á. En ritgerðina um Huldu lauk Ragnhildur Richter við, enda hefur hún áður birt tímaritsgrein um Huldu í svipuðum anda. í öllum meginatrið- um mun þó um verk Guðrúnar að ræða; það sést á því hve náið fer saman úrval og inngangsritgerð. Þetta er níunda bindi bókaflokksins íslensk rit sem nú er hafinn aftur eftir langt hlé. Ritgerðin er um 100 síður og úrval ljóða og lausamáls liðlega 200 síður svo að hér er um að ræða ítarlega umfjöllun og rúmgott sýnishorn verkanna. Á frágangi þessarar bókar og hinna fyrri í flokknum er nokkur munur. Prýði er að kápumynd Hrings Jóhannessonar, en kápa hefur ekki áður verið um þessar bækur. Aðrar breytingar eru síst til bóta. Fyrst er að telja að kaflinn Skýringar og athugasemdir aftan við sem jafnan fylgdi hefur nú verið felldur niður. Má segja að það komi ekki að sök af því hversu vel inngangs- ritgerðin fellur að textunum sem valdir eru. Hitt er lakara að bókfræðileg skrá um höfundinn og heimildir um hann er nú miklu verr úr garði gerð en áður. Munar þar mestu að ekki er hirt um að telja sérstaklega ritdóma um hverja einstaka bók, heldur er allt talið í belgog biðu eftir stafrófsröð greina- höfunda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.