Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 61

Andvari - 01.01.1952, Side 61
ANDVAHI Nútízka í ljóðagerð 57 vestrænu menningar, sem (þ. e, menningin) á skildi (sem er stríðs- guðsins spegill og hlíf) sólar (sem kveikir tilgangslaust líf) og brjál- æðis (óskapnaðar hins skipulagða stríðs) sýnir oss spegilmynd sína, sitt rétta andlit (veruleikinn hefur margsinnis svipt burt grímu hinnar vestrænu menningar) á hagstæðum augnablikum (þ. e. þegar hið ósýnilega í oss sjálfum sofnar á verðinum) frammi fyrir vorri eilífu blindu (enda þótt vér séum ekki ævinlega slegnir blindu, en vér skiljum þá ekki, það sem vér sjáum)“. Kvæði og skýringar Lindegrens er miklu lengra, en myndi taka hér of stórt rúm. Sjálfur kallar hann þetta „kenndarraun- sæi“ í skáldskap. Það er kenndin úr undirvitundinni sem ræður ferðinni og bregður upp myndunum og hugsunin vinnur svo úr eða m. ö. o.: kenndin stjómar hugsuninni, en ekki öfugt. Þó verða að vera stöðug víxláhrif milli hugsunar og kenndar. En aðalatriðið er, segir Lindegren, að tjáningar þunginn sé meiri en frásagnarþörfin. Þetta m. a. segir hið sænska ljóðskáld, sem hefur ásamt Karl Vennberg mótað einna mest nýtízku ljóðagerð Svía, og er mjög lærdómsríkt að kynnast vinnubrögðum hans og stefnu. Þó vil ég benda á, að það er fyrst og fremst skáldið sem talar, en ekki bókmenntafræðingur né málfræðingur. Bókmenntafræðilega séð eru hugsun og tilfinning ekki óháðar stærðir í tíma og rúmi, heldur tímabundið form, sem sniðið er eftir andlegu samfélagi við þúsundir annarra manna. Málvísindin mundu heldur ekki viðurkenna einræði kenndarlífsins fremur en hugsunarinnar þrátt fyrir víxláhrif þeirra. Hinn takmarkaði og tiltæki búning- ur málsins segir líka til sín. Menn geta aðeins byggt úr þeim efnivið sem fyrir hendi er. Ýmisleg gagnrýni hefur líka komið fram á nýtízku ljóðagerð Svía á fimmta tugi aldarinnar (40- talismanum). Og vík ég að því nokkrum orðum, áður en ég sný mér að íslenzku skáldunum, þar sem skyldleikinn með þeim hvorutveggju er augljós. Nýtízku skáldunum, sem eru þeirra atómskáld, er borið á Irrýn, að myndir þeirra og táknmál séu lítt skiljanleg, þau tali tungum, auðn- og tómhyggja þeirra sé orðin

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.