Andvari - 01.01.1939, Síða 25
Andvari
Tryggvi Þórhallsson
21
en til þess er ekki staður hér, enda ekki til slíks ætlazt.
Eins og fyrr var á drepið, voru afskipti Tryggva Þór-
hallssonar af landbúnaðarmálum meginþáttur í stjórn-
málastarfi hans og skal nú að þeim vikið stuttlega.
VIII.
Þegar Búnaðarfélag íslands var stofnað, árið 1900,
var svo til ætlazt af forgöngumönnum málsins, að félag-
yrði miðstöð búnaðarsamtaka í landinu og hefði for-
göngu um hinar helztu framkvæmdir í búnaðarmálum.
Þessu takmarki hugðist félagið að ná með því að fá til
umráða fjármagn frá Alþingi, er varið yrði til styrktar
framkvæmdum, er undirbúnar væri af sérfróðum mönn-
Ufn, er félagið hefði í þjónustu sinni til ráðuneytis sér
°9 leiðbeiningar og hvatningar bændum landsins. Þetta
9ekk að sumu leyti að öllum vonum, en þó voru fjár-
veitingar til félagsins jafnan af of skornum skamti til þess,
að það gæti styrkt búnaðarframkvæmdir svo að um munaði.
En um annan styrk til landbúnaðarins var þá varla að
rasða. Þegar fram á styrjaldarárin dró og dýrtíð óx, varð
fé það, er félaginu var fengið til umráða, allsendis
ófullnægjandi og sýnilegt, ef ekki fengist bót á þessu
ráðin, að félagið yrði næstum óstarfhæft.
Eins og fyrr var sagt, var Tryggvi Þórhallsson alinn
UPP við búskap, sem á þeirri tíð mátti kallast fyrirmynd,
ekki sízt um jarðrækt. Áhugi föður hans um þessi efni
var honum í blóð borinn, og frá því hann var korn-
Un9ur, hafði hann haft fyrir augum þá sjón, sem hverj-
Uln bónda er mest ánægja, er ræktarlandið stækkar jafnt
°9 þétt út frá bænum, en holtin og mýrarsvakkarnir
boka undan. Á prestsárum sínum á Hesti gerðist hann
slálfur framkvæmdasamur í búskap sínum, enda sat hann
Þar hið næsta frænda sínum og mági, Halldóri Vilhjálms-