Andvari - 01.01.1939, Side 37
Andvari
Heimferð á aðfangadag jóla 1893
33
þegar eg reikaði þarna um, átti Sigurjón á Laxamýri
Saltvíkurland og hafði sauðahús í víkinni. Þar áður átti
Jóhannes móðurbróðir minn Saltvík og bjó þar. Hann var
forvitri, draumspakur og talaði svo gott mál, að þeim varð
minnisstætt, sem heyrðu og kunnu að meta. Hann var
eigi mælskur á mannamótum, hafði eigi tamið sér þá
list, en þegar hann fór með ættfræði eða annan sögu-
legan fróðleik, mátti um hann segja:
Málsnilldin var móðurtungu
Mótað gull frá Sturlungum.
Eitt sinn var sauðamaður hjá Jóhannesi í Saltvík, sem
hét Guðmundur og kallaður Saltvíkurtýra, líklega í
óvirðingarskyni, lítill maður vexti og andliðið mest allt
'oðið. Hann hefi eg séð og annan mann austur í Axar-
firði, sem einnig var mjög loðinn um mest allt andlitið,
svo líka öpum, að mér brá í brún og er skaði að því,
eigi eru til myndir af þeim náungum. Þessi Guð-
mundur var svo harður af sér í hríðum, þegar hann
gætti sauða í Saltvík, að í frásögur var fært. Eitt sinn,
^gar hann var sauðamaður í Litlusaltvík, gerði stórhríð
°fan af heiðinni, svo grimma að eigi var stætt á ber-
svæðinu. Guðmundur kom þó sauðunum í húsin. Svo
9etur hafa staðið á, að hjörðin hafi verið í fjörunni, þeg-
ar veðrið skall yfir, en úr henni er steinsnar eitt til fjár-
uusanna. Nú hefði sauðamaðurinn getað gist í fjárhús-
uuum, ef hann hefði viljað. En hann var nú ekki á því,
litli. Hann tók þá til bragðs það ráðið, sem næst var
°ndum og fótum, að hann skreið móti veðrinu heim
1 bæjarins í því myrkri, sem var tvöfalt að því leyti,
a hnðin var blindhríð og náttmyrkrið þreifandi, sem
S.Vo er kallað. Eigi brást honum ratvísin, því að nátt-
ubom, eins og hann, rata eins og hestar eða hundar.
3