Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1939, Page 74

Andvari - 01.01.1939, Page 74
70 Blóm og aldin Andvari stofum. Einnig geta frjóhnapparnir sjálfir eða frænin litazt, eins og vér þekkjum af víðinum. Þá er og lík- Iegt, að stærð blómanna valdi miklu um að vekja á þeim athygli. Þó þykir ólíklegt, að risavöxtur sumra blóma, einkum í hitabeltinu, hafi nokkra verulega þýð- ingu. Methafi í blómstærð er planta sú, sem Rafflesia nefnist, króna hennar er 90 cm. í þvermál. Það hafa einkum á síðari tímum heyrzt raddir um það, að allt þetta litaskraut blómanna væri tilgangslaust vegna frævunarinnar, því að skordýrin hefðu enga eða mjög daufa litarskynjan. En tilraunir Þjóðverjans Karl von Frisch o. fl. hafa sannað hið gagnstæða, a. m. k. um býflugur og ýmis önnur skordýr. Samt sýndu til- raunir þessar, að býflugur greina ekki í sundur litina grænt og rautt, ef þeir eru algerlega hreinir, hins vegar vekja þeir athygli þeirra, ef í þá er blandað einhverju af gulum eða bláum lit, en gult, blátt og fjólublátt greina þær mjög vel og jafnvel skynja þær útfjólubláa geisla. Það kom einnig í ljós við tilraunir þessar, að býflug- urnar þekkja lögun blómanna og hafa allnákvæma form- skynjun. Þá er það margsýnt, bæði við tilraunir og at- hugun í náttúrunni, að býflugurnar tengja saman í vit- undarlífi sínu fæðuna og sérstaka liti og form. Þegar þær höfðu t. d. vanizt um skeið á að fá hunang í bláu hylki, leituðu þær alltaf fyrst til bláa hylkisins en sneiddu hjá öllum öðrum litum. Af þessu verður skiljanlegt, að skordýrategundirnar halda sér einkum að einstakri blóm- tegund um ákveðið skeið, meðan blómin hafa mest hun- ang, en það er einmitt um frævunartímann. Þannig er það margsýnt, að á smáraekrum sinna hunangsflugur engum öðrum blómum en smáranum, meðan blómgun hans stendur sem hæst, en jafnskjótt og hunang smár- ans tekur að þrjóta, leita þær annarra tegunda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.