Andvari - 01.01.1939, Blaðsíða 104
100
íslenzkt þjóöerni
Andvari
þeir feðgar Guðröður konungur í Lochlann og Ólafur í
Dublin hafi verið danskir, styður hún þó óneitanlega
þær líkur, sem leiða má út frá erlendum heimildum um
hinn nána skyldleika þeirra við Danakonunginn Hárek
Guðröðarson.
Víst má telja, að ríkis Guðröðar konungs Rögnvalds-
sonar hafi verið að leita norðan Jótlandshafs. Það er
varla efi á því, að með heitinu Lochlann er átt við
Noreg eða hluta þessa lands. Fornminjafundir frá vík-
ingaöld benda ótvírætt til þess, að sambönd og viðskipti
írlands og Skotlands við Noreg hafi verið miklu meiri
en við hin Norðurlöndin; en þar með er ekki sagt, að
það hafi fyrst og fremst verið Norðmenn, sem mynduðu
víkingaríkin í írlandi og herjuðu á Skotland á 9. öld.
Það liggur þvert á móti beinl við sú ætlun, að veldi
Guðröðar konungs hafi aðallega stuðzt við danska út-
flytjendur, sem tekið höfðu sér búsetu í Noregi.
Þótt heimildirnar til sögu Norðurlanda á 9. öld séu
næsta fáskrúðugar, má þó af þeim ráða, að yfirráð Dana
norðan Jótlandshafs muni hafa haldizt allt til þess að
Noregur varð konungsríki undir stjórn Haralds hár-
fagra, seint á öldinni. Að sögn fornrar írskrar heim-
ildar sendi Guðröður Rögnvaldsson konungur í Loch-
lann Ólafi syni sínum í Dublin boð árið 871, að koma
heim sér til hjálpar, því uppreist hefði verið gerð. Sam-
kvæmt tímatali Ara fróða á einmitt orustan í Hafursfirði
að hafa verið háð um þetta leyti — annaðhvort 871
eða 872. Gustav Storm hefir leitt hin ljósustu rök að
því, að mótstöðumenn Haralds hárfagra í Hafursfirði
hafi verið þeir feðgar Ólafur og Guðröður konungur
Rögnvaldsson. Sé þessu þannig varið, svo sem hinar
sterkustu líkur benda til, þá hefir með orustunni í Haf-
ursfirði verið bundinn endir á yfirráð hinna dönsku æifa