Andvari - 01.01.1939, Page 105
Andvari
íslenzkt þjóðerni
101
t>ar í landi um alllangt skeið. En minningin um hin töp-
uðu yfirráð Dana í Noregi hefir lifað hjá Danakonung-
unum. Haraldur konungur Gormsson gerði kröfu til yfir-
ráða í Noregi og honum heppnaðist að leggja undir sig
landið. Svo var einnig um son hans Svein tjúguskegg
°S sonarsoninn Knút hinn ríka. Það er því sízt að furða,
þótt hinu volduga danska herveldi á fyrri hluta 9. aldar
tækist að vinna bug á norsku smáríkjunum áður en
Sfundvöllur var lagður að hinni stjórnarfarslegu samein-
ingu Noregs sem þjóðríkis. Maður getur næstum sagt:
Þannig hlýtur þetta að hafa verið.
Af samtímisheimildum norrænum um Harald hárfagra
finnast nú aðeins tvö kvæðabrot eftir Þorbjörn Horn-
klofa: Glymdrápa og Hrafnsmál. Af hinu síðarnefnda
kvæði fáum vér allljósa hugmynd um það, að nokkurrar
Þióðernislegrar mótsetningar og metnaðar hafi gætt í
Noregi gegn Dönum á síðari hluta 9. aldar. Skáldið
siálft virðist þó setja Danina skör hærra en Norðmenn-
ina. Slíkt verður aðeins skýrt út frá þeirri forsendu, að
yfirráða og áhrifa Dana í Noregi hafi mjög mikið gætt
a umliðnum tíma. Hér verður ekki um villzt. Hornklofi
talur konungi sínum það beinlínis til lofs og sérstakrar
sæmdar, að hann hafi tekið sér konu danska, en hafnað
norskum meyjum:
Hafnaöi Hólmrygjum
ok Hörðameyjum
hverri enni heinversku
ok Holga ættar
konungr enn kynstóri
es tók konu danska.
Sú hugsun, sem felst á bak við slíkt lof sem þetta, gæti
jafnvel bent til þess, að þá er Hornklofi flutti kvæði sitt,
hafi Haraldur konungur ekki talið sig vera Norðmann.