Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 8

Andvari - 01.01.1946, Side 8
4 .Tón Guðnason ANDVARI gáfaður og lærður, en laginn meira til veraidlegra sýslana heldur en prestsverka, fjáraflamaður ærið mikill og vellauð- ugur“. Kona séra Eggerts var Guðrún Magnúsdóttir, sýslu- manns, Ketilssonar, og Ragnhildar Eggertsdóttur frá Skarði, og voru þau hjón, séra Eggert og Guðrún, því systkinabörn. Bróðir Guðrúnar var Skúli, sýslumaður og kammerráð á Skarði (d. 1837), faðir Kristjáns kammerráðs á Skarði (d. 1871), er sýslumaður varð í Dalasýslu eftir föður sinn. Var allagasamt í héraði i tíð þessara höfðingja. Attu ýmsir högg í annars garði, og einkum viðsjár milli valdsmanna, annars vegar, og klerka, hins vegar, þótt skyldir væru að írændsemi. Greinir séra Friðrik nákvæmlega frá þessum inálurn, frá sjónarmiði þeirra feðga, lclerkanna, í ævisöguriti hinu mikla, er hann samdi á efri árum og geymt er í Lands- bókasafni (Lbs. 93(i, 4to). Er sú frásögn laus við hálfyrði, en mjög ýtarleg og skemmtileg víða, eins og flest annað, sem séra Friðrik hefur ritað. Hefur hann verið gáfumaður, fróður og minnugur, tryggur vinum sínum, en þungur í skauti óvinurn, trúmaður mikill á forna vísu og ákveðinn í slcoðun- um. Þótt hann hefði lítil áfskipti af landsmálum, var hann ekki myrkur í nráli um sjálfstæðismál íslendinga. Hann taldi ekki sæma að sætta sig við neitt minna en fullt sjálfstæði l'yrir ísland. Auk þess ætti Grænland að fylgja íslandi, þar sem það hefði í fyrstu verið fundið og hyggt af íslendingum (sbr. Sunnanfari XIII, bls. 62). Kona séra Friðriks, móðir Péturs Eggerz, var Arndís Pétursdóttir, prófasts í Stafholti (d. 1837), Péturssonar, sýslumanns í Görðum í Staðarsveit. Pétur prófastur var orð- lagður ágætismaður. Daði fróði segir, að hann hafi verið „aðdáanlegt góðmenni, hógvær og lítillátur, prédikari sæmi- legur, söngmaður góður, fríður sýnum og yfir það heila kostamaður mikill“. Kona hans var Sigþrúður (d. 1843) Bjarnadóttir, prests á Mælifelli, Jónssonar. Hún var „gáfu- kona mikil, glaðvær og skemmtin". Hjónaband þeirra virðist hafa verið mjög ástríkt. Séra Friðrik tilfærir í ævisögu sinni vísu, er séra Pétur orti um konu sína:

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.