Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 8
4 .Tón Guðnason ANDVARI gáfaður og lærður, en laginn meira til veraidlegra sýslana heldur en prestsverka, fjáraflamaður ærið mikill og vellauð- ugur“. Kona séra Eggerts var Guðrún Magnúsdóttir, sýslu- manns, Ketilssonar, og Ragnhildar Eggertsdóttur frá Skarði, og voru þau hjón, séra Eggert og Guðrún, því systkinabörn. Bróðir Guðrúnar var Skúli, sýslumaður og kammerráð á Skarði (d. 1837), faðir Kristjáns kammerráðs á Skarði (d. 1871), er sýslumaður varð í Dalasýslu eftir föður sinn. Var allagasamt í héraði i tíð þessara höfðingja. Attu ýmsir högg í annars garði, og einkum viðsjár milli valdsmanna, annars vegar, og klerka, hins vegar, þótt skyldir væru að írændsemi. Greinir séra Friðrik nákvæmlega frá þessum inálurn, frá sjónarmiði þeirra feðga, lclerkanna, í ævisöguriti hinu mikla, er hann samdi á efri árum og geymt er í Lands- bókasafni (Lbs. 93(i, 4to). Er sú frásögn laus við hálfyrði, en mjög ýtarleg og skemmtileg víða, eins og flest annað, sem séra Friðrik hefur ritað. Hefur hann verið gáfumaður, fróður og minnugur, tryggur vinum sínum, en þungur í skauti óvinurn, trúmaður mikill á forna vísu og ákveðinn í slcoðun- um. Þótt hann hefði lítil áfskipti af landsmálum, var hann ekki myrkur í nráli um sjálfstæðismál íslendinga. Hann taldi ekki sæma að sætta sig við neitt minna en fullt sjálfstæði l'yrir ísland. Auk þess ætti Grænland að fylgja íslandi, þar sem það hefði í fyrstu verið fundið og hyggt af íslendingum (sbr. Sunnanfari XIII, bls. 62). Kona séra Friðriks, móðir Péturs Eggerz, var Arndís Pétursdóttir, prófasts í Stafholti (d. 1837), Péturssonar, sýslumanns í Görðum í Staðarsveit. Pétur prófastur var orð- lagður ágætismaður. Daði fróði segir, að hann hafi verið „aðdáanlegt góðmenni, hógvær og lítillátur, prédikari sæmi- legur, söngmaður góður, fríður sýnum og yfir það heila kostamaður mikill“. Kona hans var Sigþrúður (d. 1843) Bjarnadóttir, prests á Mælifelli, Jónssonar. Hún var „gáfu- kona mikil, glaðvær og skemmtin". Hjónaband þeirra virðist hafa verið mjög ástríkt. Séra Friðrik tilfærir í ævisögu sinni vísu, er séra Pétur orti um konu sína:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.