Andvari - 01.01.1946, Qupperneq 9
ANDVARI
Sigurður Eggerz
ö
Þótt skipti hnatta skyldi mér
skipað vera að gera,
elskan mín, hjá einni þér
yndi ég þar að vera.
Frú Arndís mun hafa líkzt mjög foreldrum sinum að mann-
kostum. Séra Friðrik minnist hennar í ævisögu sinni, þá
löngu látinnar, með mikilli aðdáun og virðingu. Nefnir hann
þar dæmi um það, er henni tókst að slökkva óvild og seta
deilur, og það í máli, þar sem auðvelt var að láta andstæð-
inginn verða sér til minnkunar. Telja má víst, að nið.jum
þeir.ra hjóna hafi stafað mikil hamingja af mannkostum fru
Arndisar. Bæði með erfð og uppeldi hefur hún mildað í fari
barna sinna hina stríðu og stæltu skapgerð föðurættarinnar,
enda fengu þau öll jafnan hið bezta orð. Fru Arndis lézt í
Akureyjum 18. maí 1864, 67 ára.
Pétur Eggerz mun hafa líkzt foreldrum sínum um góða
kosti i fari beggja. Það varð, sem kunnugt er, aðal-ævistarf
hans að vera brautryðjandi og forvígismaður um langt skeið
i samtökum þeim og starfsemi, sem telja má einn mikilvæg-
asta þáttinn í innri sjálfstæðisbaráttu þjóðar vorrar a þeirn
tima. Það á ekki heima hér áð rekja framkvæmdir Péturs
Eggerz í verzlunarmálum, enda er það ærið rannsóknarefni
út af fyrir sig, sem enn hafa ekki verið gerð skyldug skil.
En minna má á það, að þá, á hinum næstu áratugum eftir
miðja 19. öld, var innlend verzlun sem barn i reifum. Verzlun
var nýlega orðin alfrjáls að lögum (1854). Alls var vant:
fjármagns, húsakosts, flutningatækja, samtalca um vöru-
vöndun og, síðast en ekki sízt, almenns félagsþroska. En
þegar rannsökuð verður til hlítar verzluriarsaga þessa tíma-
bils, er sennilegt að það komi i Jjós, að starfsemi sú, sem
Pétur Eggerz var svo lengi aðalmaðurinn í, liafi verið óhjá-
kvæmilegur og mikilvægur undirbúningur þeirrar þróunar, er
siðar varð í þeim málum. Hitt leikur ekki á tveim tungum,
að þeir, sem þekktu Pétur Eggerz bezt, höfðu miklar mætur
á honum, fyrir sakir hæfileika hans og mannkosta. Hann