Andvari - 01.01.1946, Qupperneq 15
andvahi
Sigurður Eggerz
1 l
liafði raunar aldrei verið. Hún myndaðist fyrst, þegar
stjórnarskrárfrumvarp dr. Valtýs Guðmundssonar kom fram á
Alþingi 1897. En vart er að efa, eftir því sem síðar lcom fram
uni áhuga Sigurðar á þeim málum og óhvikula afstöðu
hans þar, að stjórnmálaskoðanir hans hafi þegar mótazt á
vngri árum, þó að hann hefði ekki enn fundið sinn vitjunar-
tima uin að gerast þar virkur bardagamaður.
Næstu árin eftir að Sigurður kom heim, að loknu emhættis-
prófi, var hann settur sýslumaður á ýmsum slöðum: í Barða-
strandarsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Rangárvalla-
sýslu. En á milli var hann málaflutningsmaður við lands-
yfirdóminn í Reykjavík og aðstoðarmaður i stjórnarráðinu.
Arið 1908, 9. apríl, var hann skipaður sýslumaður í Skafta-
ftdlssýslu og settist að í Vík í Mýrdal.
Fyrsta árið, sem Sigurður var í Skaftafellssýslu, fóru fram
alþingiskosningar. Kosið var um sambandslagafrumvarpið
Jyrra, og var baráttan mjög hörð. Andstæðingar frumvarps-
“is, Sjálfstæðismenn, unnu mikinn sigur í kosningunum. Á
næsta þingi, 1909, samþykktu Sjálfstæðismenn vantraust á
Hannes Hafstein, og Björn Jónsson varð ráðherra. En tveimur
arum síðar var Björn felldur með vantrausti frá allmörgum
^yrri flokksmönnum sínum, sem að sjálfsögðu var stutt af
andstöðuflokknum, Heimastjórnarmönnum. Alþingi var rofið
betta ár, og kosningar fóru franv haustið 1911. Sjálfstæðis-
•loklturinn gekk klofinn til kosninga og beið mikinn ósigur.
Við þessar kosningar, 1911, bauð Sigurður sig fram í
^estur-SkaftafellssýsIu, utan flokka. Hlaut liann kosningu
uieð miklum meiri hluta atkvæða.
A aukaþinginu 1912, sem var fyrsta þing Sigurðar, var
stofnaður nýr floltkur, er nefndist Sambandsflokltur, risinn
UPP af samtökum þingflokkanna um að taka sambandsmálið
UPP að nýju. Hannes Hafstein varð ráðlierra í annað sinn
ög hafði nú á balt við sig fylgi mikils meiri hluta þingsins.
Sigurður stóð utan þessara samtalta, eins og nokkrir fleiri
l'eirra þingmanna, sem fýlgt höfðu SjálfstætSisflokknum.
IJótti þeim, sem um ol' mundi verða slakað á sjálfsta'.ðiskröf-