Andvari - 01.01.1946, Qupperneq 16
12
Jón Guðnason
ANDVARI
anum. Varð og lítið um framkvæmdir í sjálfstæðismálinu að
sinni, en Sambandsflokkurinn tvistraðist fljótt og varð
skammlífur.
Á Alþingi 1913 var samþykkt breyting á stjórnarskránni,
og fóru kosningar fram i apríl 1914. Sigurður Eggerz varð
sjálfkjörinn í Vestur-Skaftafellssýslu, og Sjálfstæðismenn
unnu yfirleitt mikið á í kosningunum. Alþingi kom saman
1. júlí, og 5. s. m. var Sigurður Eggerz kjörinn ráðherraefni
af Sjálfstæðismönnum. Sigldi hann á konungsfund, að beiðni
konungs, og 21. júlí var hann skipaður ráðherra íslands.
Á aukaþinginu 1914 var stjórnarskrárfrumvarpið frá fyrra
ári samþykkt til fullnustu. Auk ýmsra merkra nýmæla, sem
það hafði að geyma, var þar mælt svo fyrir, að fellt skyldi úr
sljórnarskránni hið svo nefnda ríkisráðsákvæði, sem lengi
hafði verið ýmsum sár þyrnir í augum og varð orsök að
stofnun Landvarnarflokksins 1902—03. Umræður höfðu farið
fram um þetta atriði stjórnarskrárbreytingarinnar á rikis-
ráðsfundi 20. okt. 1913, og forsætisráðherra Dana tekið þátt
í þeim. Konungur hafði sama dag gefið út opið bréf, þar sem
boðaður var úrskurður um að málin skyldu eins og áður borin
upp í ríkisráðinu, enda var honum í stjórnarskrárl'rumvarpinu
falið að ákveða, hvar það skyldi gert. Þetta opna bréf var
birt bæði á íslandi og í Danmörku. Ot af þessu samþykkti
Alþingi 1914 þingsályktun, er nefnd var „fyrirvarinn“, og
lét. hana fylgja stjórnarskrárbreytingunni til konungs. Var
þar lögð áherzla á það, að uppburður sérmála íslands fyrir
konungi í ríkisráði Dana og úrskurður konungs um það væri
islenzkt sérmál.
Sigurður Eggerz bar stjórnarskrána fram til staðfestingar
á ríkisráðsfuridi 30. nóv. 1914 og tók fyrirvarann upp í til-
lögu sína um staðfestinguna. Eftir nokkrar umræður tók
ráðherra aftur staðfestingarlillögu sína og baðst lausnar frá
embætti sínu, þar eð hann taldi, að skilyrði konungs fyrir
staðfestingunni færu í bága við ályktun Alþingis. Einkum
þótti honum það vera ósamrýinanlegt við skoðun Alþingis,
ef birt yrði i Danmörku auglýsing um málið, „með þvf að