Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 18

Andvari - 01.01.1946, Page 18
14 Jón Guðnason ANOVARI Heimsslyrjöldin fyrri skall á sumarið 1914, rétt um þær mundir, sem Sigurður tók við ráðherraembætti sínu. Styrj- öldin hafði mörg vandamál í för með sér, eins og vænta mátti, og leiddu þau til þess, að í ársbyrjun 1917 var mynduð sam- steypustjórn þriggja flokka, þar sem Jón Magnússon var forsætisráðherra. Björn Kristjánsson var fyrst í stað fjár- málaráðherra í þeirri stjórn, en sagði af sér eftir nokkra mánuði. Var þá Sigurður Eggerz skipaður fjármálaráðherra, 28. ágúst 1917. Engin tök eru á að rekja hér þau mál, sem þessi stjórn, eða fjármálaráðherrann sérstaklega, hafði að sinna á þess- um umrótstímum. Verður aðeins getið þess málsins, sem stærst má telja, en það er sjálfstæðismálið. Lausn þess bar nú brátt að, og kom þar margt til, svo sem vaxandi aiþjóða- skilningur á rétti smáþjóða, enn fremur sú staðreynd, að við höfðum í mörgu orðið að koma fram sem fullvalda aðili á stríðsárunum, viturleg forusta í sjálfstæðismálinu liér heima fyrir og, síðast en ekki sízt, vaxandi einhugur þjóðar- innar í því máli. — Ný samhandslaganefnd var skipuð, l'jórir menn af hvorri þjóð. Nefndin kom saman í Reykjavík i júnílok 1918, og samningum var lokið 17. júlí. Sambands- lögin voru síðan samþykkt fyrir haustið, bæði af Alþingi og af ríkisþingi Dana. Um haustið, 19. ok^iber, voru lögin boriri undir þjóðaratkvæði hér og samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Þannig hrukku margra alda fjötrar al' landi voru, eins og hrunninn þráður. Sambandslögin gengu í gildi 1. desember 1918, en sá dagur hefur siðan verið haldinn liátíðlegur sem fullveldisdagur vor, eins og kunnugt er. Það féll í hlut Sigurðar Eggerz að koma fram fyrir stjórnarinnar hönd þann dag, því að Jón Magnús- son var þá staddur erlendis. Flutti Sigurður ræðu af tröpp- um stjórnarráðshússins, og var mikill fjöldi manna þar saman kominn, þó að spönslcu veikinni, sem gengið liafði i nóvember, væri þá tæplega aflétt. Meðal viðstaddra voru full- trúar erlendra rikja. Ræða Sigurðar við þetta einstæða tæki- færi sýnir glöggt, með hvaða liuga liann og þjóðin yfirleiU

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.