Andvari - 01.01.1946, Page 20
16
Jón Guðnason
ANÐVAHl
líkisgerðarinnar i Reykjavík þessi ár. Jafnframt var hann
endurskoðandi Landsbankans.
Á árunum 1916—24 myndaðist ný flokkaskipun í landinu,
um innanlandsmál. Fyrst voru stofnaðir Alþýðuflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn, og loks, 1924, íhaldsflokkurinn.
Nokkrir þingmenn, meðal þeirra Sigurður Eggerz, voru utan
þessara flokka eða sér í flokki, en höfðu samvinnu við hina
flokkana, eftir því sem henta þótti. Þegar ])ing kom saman
í byrjun febrúar 1922, var Sigurður kosinn forseti sameinaðs
Alþingis. En fáum vikum síðar myndaði Sigurður stjórn.
Voru tveir ráðherrar frá Framsóknarflokknum í ráðuneyti
hans, en sjálfur fór hann með dóms-, kirkju- og kennslumál.
Þessi stjórn var við völd í 2 ár, en þau voru meðal hinna
erfiðustu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Á þessum árum tók
íslenzka ríkið landhelgisgæzluna í sínar hendur, og eldri Esja
var byggð.
Þegar Sigurður fór úr stjórn, 1924, gerðist hann banka-
stjóri í íslandsbanka og gegndi því starfi, unz sá banki var
iagður niður, 1930, og Útvegsbankinn stofnaður. í gengis-
nefnd var Sigurður skipaður 1924. Kosinn i alþingishátíðar-
nefnd 1926, í utanríkismálanefnd 1928.
Um það leyti er kjörtíma Sigurðar sein landskjörins þing-
manns var lokið, 1926, gekkst hann fyrir stofnun nýs lands-
málaflokks, er nefndur var Frjálslyndi flokkurinn. Stóðu að
þeirri flokksmyndun með honum nokkrir menn úr Land-
varnarflokknum gamla. Auk sjálfstæðismálsins (uppsagnar
sambandslaganna) lagði flokkurinn einkum áherzlu á efl-
ingu einstaklingsframtaksins og frjálsa verzlun. Hafði flokk-
urinn menn í kjöri allvíða við kosningarnar 1927, en enginn
þeirra náði kosningu nerna Sigurður, sem nú varð þingmáður
Dalainanna. Tveimur árum síðar sameinaðist flokkur Sig*
urðar íhaldsflokknum, og nefndist hinn sameinaði flokkur
þá Sjálfstæðisflokkur. Fylgdi Sigurður þeim flokki að niálum
jafnan síðan. En skammt var nú eftir þingsetu hans. Hann
náði ekki kosningu í Dalasýslu 1931, enda munu einstöku
áhrifamenn í flolcki hans þar hafa snúizt á móti honum þá. Var