Andvari - 01.01.1946, Síða 24
20
Jón Guðnason
ANDVARI
Vílc í Mýrdal. Nýtur það sín og vel með hinu fagra lagi, er
Sigvaldi Kaldalóns samdi við það.
Sigurður Eggerz var hár maður vexti, þrekinn við hóf,
fríður sýnum og um allt hinn glæsilegasti á velli. Hann var
jafnan glaður og reifur, ljúfur í viðmóti, allra manna kurt-
eisastur, enda átti hann ávallt hinum mestu vinsældum að
fagna, hvar sem hann fór. Ég leyfi mér að tilfæra hér um-
mæli Páls Sæmundssonar, fulltrúa í Kaupmannahöfn, en þeir
Páll og Sigurður voru bekkjarbræður, eins og fyrr er greint.
Páll segir svo, í bréfi til mín, uin Sigurð: „Spurningum yðar
um ytri atriði snerti ég ekki á. Ég get ekki i þessu augna-
bliki rifið þorskhausa með Sigurð í huga mér. En nokkur
orð um manninn. Hann skrökvaði aldrei. Hraut aldrei blóts-
yrði. Talaði aldrei illa um nokkra manneskju. Var alitaf,
hvernig sem ástæður hans voru, fullur af hjartans og andans
fjöri. Hann þurfti ekki á víni að halda. Sá hann aldrei bragða
á því. Mér, skap- og orðstirðum, var hann sírennandi nær-
ingarlind. Hans innsta eðli: gæði.“ — Þessi orð Páls Sæmunds-
sonar munu vera sem töluð út úr huga allra þeirra, er þekktu
Sigurð bezt.
Sigurður var mikill ræðuskörungur, sem alkunnugt er.
í umræðum um stjórnmál var hann, eins og í einkalífi
sínu, frábitinn persónulegri áreitni í garð andstæðinga
sinna. Bezt naut hann sin í ræðustól, er hann fann almennan
sainhug álieyrenda. Þótt hann léti þá fyndni sína bitna á
nndstæðingunum, var hún svo góðlátleg og græskulaus, að
einnig þeir gátu haft gaman af. Ég minnist eins dæmis af því
tagi úr kosningabaráttu í Dalasýslu haustið 1926, er rætt var
uin seðlaútgáfu. Við lceppinautar hans höfðum ekki enn haft
tækifæri lil að kynna okkur það mál til hlítar, en kváðumst,
aðspurðir, hallast að því, að Landsbankinn annaðist seðlaút-
gáfuna. Þessu svaraði Sigurður (næstum orðrétt) þannig:
„Háttvirtir keppinautar mínir sögðust hallast. Þeir eru farnir
að hallast strax. Ég bið fyrir þeim, ef þeir komast inn í
þingiö.“ — Samkvæmisræður Sigurðar voru þrungnar af fjöri
og lífsgleði, og með ljóðrænum blæ. Hann sagði mér sjálfur