Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 27

Andvari - 01.01.1946, Side 27
andvari Tvö skáld. Ferðaminning af Snæfellsnesi sumarið 1942. Eftir Þorkcl Jóhannesson. 1. Á leið út í Breiðuvik. Staðarsveitin endar við innanvert Búðahraun. Sjálft hraun- ið skagar langt út í hafið, myndar breitt og mikið nes. Upp úr j)ví miðju ris Búðaklettur, eldgígur, sem myndað hefur hraunið fyrir örófi vetra, fagurlega bunguvaxinn og litskrúð- ugur, er á skiptast alla vega rauðar og brúnar gjallskriðui og mosateygjur margvíslega grænar eða ljósgráar, næstum hvít- ar. Við hraunjaðarinn innanverðan rennur Hraunhafnara til sjávar og myndar breiðan ós, l^ar sem hún mætir hafinu. Hér nefndist til forna Hraunhöfn, gott skipalagi og kunnugt af fornum l'rásögum. Síðar var.,hér kallað að Búðum og hefur það nafn haldizt um mörg hundruð ára. Bærinn á Búðum stendur í hraunjaðrinum við ósinn. Nú er liinn forni Hraun- hafnarós, eða Búðaós, sjálfsagt nokkuð ólíkur því, sem íyrrum var. Framhurður úr Hraunhafnará, sandfolc og sjávar- rót hafa breytt hinni gömlu höfn. Bátar, sem þar fljóta inn á flóði, Jiggja á þurru um fjöru. Á slikum stað sem þessum er furðumargs að minnast og fróðlegt um að litast, en að sinni er naumur tími til tafar. Dagur er liðinn að kvöldi og ferðinni lieitið um Búðahraun út í Breiðuvík, að Hamraendum. Sú leið er að vísu ekki löng, en seinfarin og ekki auðröluð ókunnugum. Þeim, sem hafa vill hraðann á, er ráðlegra að þræða alvveginn fyrir ofan Axlar- úóla, fram með fjallinu, og hætta sér ekki á hraunið. Þarna, milli lirauns og hlíða, eru rústirnar af býli Axlar-Bjarnar, sem orðið hefur ódauðlegur í íslenzkum þjóðsögum vegna morð- fýsnar sinnar og mannvonzku, og hryllilegs lifláts á Laugar- brekkuþingi. Glæpamaðurinn fer oftast sínar eigin g'ötur og

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.