Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 28

Andvari - 01.01.1946, Side 28
24 Þorkell Jóhannesson ANDVAHI sneiðir hjá almannaleið. Hitt er svo sem glettni hendingar, fremur en tálcn tímanna, að ferli glæpamannsins er snúið í þjóðbraut. Þjóðvegurinn um Axlarhóla út í Breiðuvik liggur sem næst þeirri slóð, er Axlar-Björn þræddi til kirkju sinnar að Knerri hinzta sinni, full-þróaður að spillingu synda sinna, svo að honum rot'aði ekki til sólar j heiðskíru veðri. Þegar svo var komið, sáu Breiðvíkingar, sveitungar lians, að skuggi endurgjaldsins var á illvirkjann fallinn, og lögðu á hann hendur. Síðan er liðin hálf fjórða öld, og enn eru atvik þessara viðburða í fersku minni. Og þó gleymast mönnum nú daglega mildu stórfelldari glæpir og hryðjuverk milli há- degisfregna og kvöldfrétta. Hver skilur mannlífið? Þjóðbrautin er ríki bílanna, sem drottna yfir umferð allri með hávaða, benzíndaun og óþrotlegu ryki, sem er pest og martröð hverjum þeiin, sem ferðast vill fótgangandi eða á hestbaki. Lengi dags höfum við þolað allar plágur akvegar- ins, og okkur heinlínis léttir i skapi, er við leggjum inn á krók- ótta og óglögga hraungötuna frá Búðum. Veður er kyrrt, loftið móskað eftir langan og heitan sólskinsdag. Við förurn hægt, enda er leiðin hvergi nærri greiðfær. — Hið næsta bæn- um er liraunið skellótt af gulum skeljasandi og í hrjóstrugra lagi, en breytir um svip er fjær dregur. Hér er víða yndis- lega fagurt um að litast og þó hrikalegt öðrum þræði. Búða- hraun er í rauninni hvergi nærri eins flatt og jafnlent og flestum mætti virðast við fljóta yfirsýn, bollar og brattir hryggir skiptast hér á, gróðurlausir brunar og skrúðfagrir 'reitir, vaxnir birki og lyngi, hrjúfar gjár og skonsur barma- fullar af gróðri, þéttvöxnum, sinágerðum, fjaðurmynduðum burknum. Við hvert fótmál hlasir við manni eitthvað nýtt og furðulegt. — Fátt er það í náttúru þessa lands, sem jafnast við hraun, sem um þúsundir ára hefur verið aldingarður alls hins villta jurtalífs, sem landið hefur alið. Á sólheitum sumar- ílegi er jörðin hvergi eins gagnvermd, loftið hvergi eins þrungið af sætri og beiskri angan. í næðingum hausts og vetrar er hvergi eins skýlt. Sá, sem kynnzt hefur hraununum milli Voga og Kálfa-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.