Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 29

Andvari - 01.01.1946, Page 29
andvaiu Tvö skáld 25 strandar viö Mývatn, eða sjálfu Aðaldalshrauni, mun líkast lií ekki festa auga á mörgu í Búðahrauni, sem honum komi alls kostar nýstárlega fyrir sjónir. Og þó: Óvíða, jafnvel livergi, getur að líta andstæðurnar í náttúru iandsins og eðli jafn-glöggt og hér: Annars vegar hið dulda lif hraunsins og margbreylilegá, smáfellda fegurð, sem leynir sér, skýlir sér hak við klett eða brunahrygg, en brosir svo við manni í næsta fótmáli eins og glettið, kátt barn i feluleik. Hins vegar nbúðarmikill, himingnæfandi fjallgarðurinn með gnípum sín- UnV. gljúfrum og hamraveggjum, sem endar í hvítum tind- 11 rn jökulsins. í þessum tröllslegu, sterku og þó inargvíslega brotnu dráttum fjallanna er'öllu öðru fremur reisn og kald- Ur kraftur, sem fcr ekki í felur með neitt, dylst ekki en býður öllu byrginn í ögrandi ró. En í hlyjum skuggum kvölds- ms mýlcjast hinir skörpu drættir í ásýnd fjallanna, andstæð- urnar i lögun og litum hinna gróðursnauðu, eldbrunnu og .lokulsorfnu tinda og hlíða mást smám saman í djúpan bláma. Hinar efstu, hvössu brúnir skera þó af við íroða loftsins í norð-vestri, allt frá Helgrindum að jökulþúfunum tveimur. ^ ndisþokki og ægifegurð náttúrunnar tengjast í vitund veg- farandans á þessu töfrandi júlíkvöldi. Hér er gott að vera og lata hugann reika, meðan hestarnir stildra áfram liraun- götuna. — h'áir eiga nú orðið leið um Búðahraun. En á fyrri öldum b* hér ein hin fjölfarnasta þjóðbraut landsins. Hér gengu ^kreiðarlestirnar miklu úr verstöðvunum undir Jökli um hundruð ára inn í Hnappadalssýslu og á Mýrar og til Borgar- Ijarðar, vestur í Dali, norður í Húnavatnssýslu, til Skaga- Ijarðar, jafnvel norður um Öxnadalsheiði og Ljósavatns- skarð. Þungstígir klárar þúsundum saman hafa troðið 'ljúpar götur í hraunklappirnar. En ekki voru þeir einir a leið unx hraunið. Fleiri áttu hér spor en þeir, þung eða ‘étl, þótt þeirra sjáist lítil merki, kannske engin. Enda- laus fylking vermanna átti hér sókn yfir hraunið, vetur, vor °g haust. Gamlir, kampúfnir, hæruskotnir seggir, iniklir í vassi og herðum og armleggjadigrir af þungum róðrum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.