Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1946, Síða 35

Andvari - 01.01.1946, Síða 35
ANDVARl Tvö skáld 31 klettabákn mikið við loft, er stundum tekur á sig líkingu krossins, en er þó raunar mynd af hamrinum Þórs og smíði landvætta. Forðum daga, þegar jökullinn spjó eldi, hafa hraunelfarnar klofnað á Stapafelli. Rann önnur xneginkvíslin niður með fellinu að innan, niður undir brún á Sölvahamri við sjóinn, innan við Stapa, og heitir þar Klifhraun, og má kalla einstigi fyrir hrauntaglið, þar sem tæpast er á hamars- brúninni. En hin hraunkvíslin ruddist niður með fellinu utanverðu og allt í sjó fram milli Sta^ia og Hellna, geysilega úfin og hrikaleg hraunröst. Byggðin á Stapa stendur í vari af Stapafelli, litil, græn og falleg eyri i grásvartri hraunmóð- unni. Alla leið innan frá Hamraendum og út á Stapa er stand- herg með sjónum fram. Göturnar liggja út með sjónum um lágar melöldur, meira eða minna grónar hið næsta veginum, en ofar fornt og fremur lágkúrulegt hraun, einnig talsvert gróið, kennt við eyðibýlið Hnausa. Margar smáár og lækir falla hér ofan úr l'jöllunum og um hraunið til sjávar. Þær eiga víst flestar upptök sín í afrennsli úr sjálfum jöklinum, þótt þess sjáist lítil merki. Vatnið hefur hreinsazt svo og síazt a leið sinni um urðir og grjót, að jökulkorgsins gætir lítt cða ekki. Þessar litlu, straumkviku ár falla fram af sjávar- hömrunum í fallegum fossum, hver af annarri: Barnaá, Torfá, Þrifyssa, Sleggjubeina. Sleggjubeina er þeirra mest. Hún hefur grafið sér allmikinn farveg, ofurlítið daldrag, milli Hnausahrauns að innan og Klifhrauns að utan. Hér fram- undan við sjóinn heitir Látrasnoppa, klettarani, sein skagar nokkuð fram og myndar var við vestansveljandanum, forn verstöð, ofurlítið afdrep fyrir fáeina smábáta. Spölkorn upp með ánni, í litlum hvammi, eru rústir af gömlu býli. Hér heitir að Grimsstöðum, og var þetta fyrrum yzti bærinn í Breiðuvík, lítil jörð, í eyði siðan um aldamót. Ég legg lykkju á leið mína, upp að vallgrónum þústum bæjarins og svipast um. Nöfnin Grímsstaðir og Sleggjubeina hafa vakið hjá mér minningu frá barnsaldri, sem leiðir hug- ann rakleitt heila öld aftur í tímann, til þeirra daga, er skáldið 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.