Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 37

Andvari - 01.01.1946, Page 37
andVaiu Tvö skáld 33 En dapurlegum geðhrifum fornra rústa svifar frá, eins og skugga, sem hægur andvari sópar á brott. Litli hvammur- inn við ána skiptir um svip. Hrynjandi gamals, hálfgleymds Ijóðs blandast við léttan, hressilegan nið árinnar, sem engir harinar, engar sárar minningar, engin fyrnska megnar að deyfa: Rennur hér að flæði fram hin fríða og hreina, létt um sand og litla steina, lágum niði, Sleggjubeina. Fram úr grænum hvilftum hún i hægðum líður, gætir kots sá götu riður, Grimsstaði það nefnir lýður. Ekki er nú sem áður var á æskuskeiði; Grímsstaðina gengna í eyði götu frá eg sjónuin leiði. Blasti efra bæjarkornið býsna smáa viður Hnausahraunið gráa. Hver spyr nú um innið lága? Fyrrum hér, sem hugstætt vera helzt mér kynni. Breiðfirðingur, Braga-sinni, bjó í fyrstu æsku minni. Langað skáld i basli er bjó á bala grónum yfrum renndi eg einatt sjónum ósjálfrátt af berjamónum. Barn eg var og eitthvað innst mér ólst i laumi. Upp nú rís úr ára straumi áður hvað eg lifði í draumi. Þarna tegldi hann, söngva samdi, sló og reri; vansæld mörg á veg hans greri, við honum heimur baki sneri.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.