Andvari - 01.01.1946, Síða 39
ANDVARI
Tvö skáld
35
þyrstir til daggar. Eyðistað þennan, sem nú stend ég á, hafa
tvö skáld helgað. Annað með baráttu sinni, raunum og dýpstu
lægingu í átökum við ómild forlög, hitt með litlu kvæði, sem
i’áir hafa gaum gefið og allur þorri manna aldrei heyrt né
séð. Mér hefur ætið virzt og virðist enn, að þetta látlausa
kvæði sé magnað kynlegum krafti. Þrátt fyrir fremur fátæk-
legan búnað sinn stendur það framar flestum minningar-
kvæðum i einfaldri en sannri tjáning sinni á mannlegum
örlögum, djúpum skilningi á harmsögu snillings, sem fæddur
er til örbirgðar og útigangs og lífið neitar urn allt nema
brennivín og skeytingarleysi hinna fátæku um þann fátæk-
asta. —
Svo er rofin hin mikla blekking tímans yt'ir vegfarandanum
og þessum gleymda eyðistað. 1 rauninni er hér engu breytt.
Áin niðar við túnfótinn, vefur sínum léttu, silfurtindrandi
tónum um bæinn, eins í dag og fyrir hundrað árum. Sólin
brosir sínu mildasta brosi yfir tognstafa útsæinn, yfir dal-
verpið við ána á mörkum tveggja hraunelfa, er hrannast
að fótum fjallanna og jökulsins. Á slikri stundu vekur það
enga furðu, þótt lágar þekjur lyfti sér úr foinum, bældum
tóttum. Ljósblár, léttur reykur stígur upp af eldhússtrompi í
nónkyrrðinni. Niðri á eyrinni hvín 1 jár í þéttu, röku grasi,
hrynjandi sláttulagsins kveður við ljúflega, líkt og úr
fjarska:
Ef þú hefur heiftarlund við heilög stráin,
þegar dagsins birt er bráin
berðu að þeim hvassa ljáinn.
Og handan úr hraunlágunum, utan við ána, horfir lítill
drengur hugfanginn og þó með fælni í sínum kviku augum,
horl'ir og hlustar, eins og honum gefi heyrn og sýn utar tak-
mörkum rúms og tíma, barn, sem guðirnir hafa gætt
shyggni skáldsins á fegurð náttúrunnar, sem öðrum er dulin
meira en til hálfs, dýpri sjón og æðri öðrum mannanna börn-
um, og jafnframt skyggni á ógn og furðu mannlegs lífs,
sem alltaf og alls staðar er stórt í neyð sinni, vanmætti og