Andvari - 01.01.1946, Page 42
38
Jónas Jónsson
ANDVARl
ingum er með forgöngu tveggja skálda mörkuð leið i skóg-
ræktarmálunum. Ein kynslóð á að geta gert trjágarða við öll
eða flestöll heimili á landinu. Þaðan má hefja sólcnina að
fylla dalina með skógi. En til þess þarf margar aldir.
II.
Síðan Hannes Hafstein bar fram fram dagskrá sína um
skógræktarmálin í byrjun yfirstandandi aldar, hefur mikið
áunnizt. í höfuðstaðnum og mörgum öðrum kaupstöðum og
kauptúnum eru nú blómlegir trjágarðar, einkum við hin ný-
legri hús. Á Akureyri eru mjög álitlegir trjágarðar fyrir
almenning. Sunnanvert við Akureyri stofnsetti Sigurður Sig-
uiðsson frá Draflastöðum tvær slcógræktarstöðvar, og eru
þær, hvor um sig, eitt hið myndarlegasta átak, sem gert hefur
verið í þeim málum. Eftir að Sigurður Sigurðsson varð slcóla-
stjóri á Hólum, græddi hann blómlegan birkiskóg norðanvert
\dð túnið á Hólum. Er sú tilraun í alla staði hin merkileg-
asta. Sigurður Sigurðsson hafði að kjörorði í skógræktar-
málunum: „Náttúran plantar ekki í röðum.“ Svndi hann þetta
i verki á Hólum, þvi að skógarbeltið er breitt og skjólgott í
bezta lagi. í mörgum sveitum hafa verið gróðursettar trjá-
plöntur í skjóli við bæjarhúsin, til mikillar prýði fyrir heim-
ilin. En því miður eru hin heimilin langtum fleiri, þar sem
húsin standa á berangri og ekki gerð minnsta tilraun til að
láta svo mikið sem eitt einasta tré fegra heimilið. Það má þvi
miður fullyrða, að langflest sveitaheimili og mjög mörg hús
i kaupstöðum og kauptúnum eru ekki enn komin á það stig,
að menning fólksins eigi þar sýnilega vörn i nýjum skógar-
lundum.
III.
í öllum nálægum löndum eru flest heimili vafin skógi.
Hvar sem farið er um Noreg, Danmörku og Svíþjóð, fylg.Ía
skógartrén byggðinni. Slíkir trjálundir eru oftast eins konax'
lieimilisvinir. Fólkið vill hafa tré við hús sín, bæði til skjóls
og fegurðar. Foim trjáræktarmenning er í öllum þessum lönd-
4im. Fólkið lætur trjágróðurinn veita skjól og aukna lieimilis-