Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 43

Andvari - 01.01.1946, Page 43
•ANDVAHI „1 lundi nýrra skóga“ 39 ánægju, en gætir þess, að trén byrgi ekki fagurt útsýni. Hér á landi er auðnin átakanleg, þó að hún sé fögur með vissum hætti. Meðan sveitafólkið bjó í grasklæddum torlbæjum, fóru þeir einkar vel við landslagið. En síðan steinsteypuhúsin komu til sögunnar, er berangur sveitaheimilanna mjög átak- anlegur. Úr því verður ekki bætt, nema með trjálundum um- hverfis bæina. Síðan verða garðfræðingar og húsameistarar að leitast við að finna hin fegurstu form og hið fulllcomnasta samræmi milli útlits sveitabæjanna og trjágarðanna við heimilin. I kaupstöðum og kauptúnum eru nú þegar komnar fastar fyrirmyndir um heimilisgarðana. En þar þarf trjá- ræktun að aukast, þar til hvert heimili hefur sinn skógarlund. IJá er aldamótadraumur Hannesar Hafsteins orðinn að veru- leika. En næsta stigið er að klæða dalinn eða þau landssvæði, sem eru betur komin undir skóglendi en til annarra afnota. Þegar svo er komið, hefur listaskáldið góða líka fengið upp- fylling sinna óska að þessu leyti. IV. Ástæðan til þess, að enn eru til heimili á íslandi, svo að skiptir þúsundum, þar sem ekki er svo mikið sem ein birki- hrísla við bæinn, ér bæði vöntun á trjápiöntum og þó ekki síður hitt, að mikill hluti þjóðarinnar vantreystir því, að hægt sé að koma við trjárækt kringum bæi, nema með óviðráðan- legum kostnaði. Ég verð að játa, að ég var að vissu leyti í tölu þessara manna, þangað til sérstök tilviljun sannfærði mig um, að þetta var rangur hugsunarháttur. Vegna þessarar nýfengnu i'eynslu kemur mér til hugar að freista að vekja áliuga og trú nianna, sem lítið hafa sinnt trjárækt við heimilin, fyrir þvi, að h'jálundir við sveitabýli séu æskileg framkvæmd fyrir þá, sem þess njóta, og hvorki kostnaðarsöm né tæknilega erfið. Fyrir sex árum fékk ég hjá skógrækt rílcisins nokkra tein- l}nga af erlendum víði og dálitið af hirki- og reynihríslum. Ég gróðu^etti þessar plöntur með ráði kunnáttumanna frá skógræktinni kringum sumarhús, sem ég átli i útjaðri á gamla túninu á Reykjum i Ölfusi. Ég girti blettinn með þéttu vír-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.