Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 52

Andvari - 01.01.1946, Page 52
48 Runólfur Sveinsson ANDVARI U. S. A. var mjjungar í lcynbótum bújjár, vélanotkun i bún- aði, búnaðarfræðsla, bæði á skólum og meðal bændanna, og — eftir því sem tími ynnist til — að kynnast bændum og praktiskum búskap þeirra. Eftir að hafa ferðazt um Bandaríkin og dvalizt þar tæplega eitt ár, tel ég, að ég hafi náð tilgangi ferðarinnar betur en ég hafði þorað að búast við í upphafi Ég hef leyft mér að taka saman nokkur atriði um það, sem ég sá og heyrði í þessari ferð, og hugleiðingar mínar um það, sem ég álít, að gera þurfi nú í landbúnaðannálum hér á landi. II. Hvernig ég hagaði ferðum mínum í Bandaríkjunum. Landbúnaðarráðuneyti Bandarikjanna hafði fyrir milli- göngu hr. sendiherra Thors Thors heilið mér aðstoð sinni við ferð mina og dvöl í Bandaríkjunum. Var það aðallega einn maður, Mr. H. Marston, sérfræðingur i búfjárrækt í ráðu- neytinu, sem aðstoðaði mig við úlvegun á samböndum við ýinsa landbúnaðarháskóla, tilraunastöðvar, sérfræðinga í bú- fjárrækt og búnaðarfræðslu o. fl. í íslenzka sendiráðinu í Washinglon var mér leiðbeint og hjálpað á ýmsa lund, og kann ég starfsfólki þess hinar beztu þakkir fyrir. 1. Það varð að ráði, að ég fór fyrst á sveitabæ í Virgina- fylki. Búgarður þessi er eign bóndans, sem býr þar og rekur búskap. Jörðin er fremur stór, eða um 270 ha ræktað land. Þar er vel hýst, fyllsta vélanotkun bæði utan húss og innan og rekstur búsins allur mjög fullkominn, að mér virtist. Á bóndabæ þessuin dvaldi ég mánaðartíma, og samtínus kynntist ég búnaðarráðunaut héraðsins og heimsótti með honum nokkra tugi bænda í umdæmi lians 2. Næsta tímabil var ég í Cornell University í Ithaca í Ne\v York-fylki. Dvaldi ég þar einnig um mánaðartima og sótti námskeið, sem þar var haldið í „tæknifrjóvgun" („sæðingu ) húsdýra og kynbótum. 3. Því næst var ég um þriggja vikna tíma i Michigan-fylki.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.