Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 59

Andvari - 01.01.1946, Page 59
andvahi FeríS til Bandarikjanna 1944—45 55 urn „kunstig sædoverföring“ og nefnt hefur verið á íslandi .»handfrjóvgun“, „sæðing“ og „tæknifrjóvgun”. Þessi aðferð við tímgun og ræktun búfjárins skapar næst- l*m ótrúlega og óútreiknanlega möguleika í búfjárrækt og kynbótum búfjár. T. d. er hægt að nota eitt karldýr, sem e. t. v- hefur óvenjulega verðmæta arfgenga eiginleika, handa 5000—10000 kvendýrum „artificialt“, en aðeins handa 50 »»naturalt“ á ári. Með sérstökum aðferðum, þó tiltölulega °dýrum, er hægt að geyma sæðið óskemmt í fjóra sólarhringa. Þessi aðferð í búfjárræktinni sltapar því einnig möguleika að "ytja sæðið á milli fjarlægra landa, t. d. með flugvélum. Ættarbókfærsla og skýrsluhald allt yfir búfjárkynin í U. A. er yfirleitt í mjög góðu lagi. En það er undirstaða allrar búfjárræktar. 7. Véltæknin. Það mun almennl álitið, að í Bandaríkjunum sé hvers kon- a*' tækni og vélanotkun í atvinnuvegum og framleiðslu meiri °g fullkomnari en annars staðar. Eftir þvi sem ég kynntisl þessum þætti i U. S. A. og er ég ber það saman við t. d. Norðurlönd, þá hygg ég, að Bandaríkjamenn standi flestum °ðrum þjóðuin framar í þessum efnum. Þetta gildir ekki hvað _ zt um landbúnaðinn. Svo að segja hver einasti bóndi, er heimsótti í U. S. A., notaði meira eða minna stærri og smærri nýtízku vélar í búskapnum, bæði utan liúss og innan. ^otkun hesta til dráttar fer nú mjög ört minnkandi, nema þá helzt á smæstu búunum. Dráttarvélar af margs konar gerð °t3 jafnvel bílar koma í staðinn. Jarðvinnslu- og heyvinnu- velar eru nú fyrst og fremst framleiddar fyrir dráttarvélar, eu ekki hesta. Af vélum innan húss vil ég minnast á mjaltavélarnar. Þær eiu útbreiddar í U. S. A. og gefast alls staðar vel, þar sem rétt ei uieð þær farið. Búið er að sanna, að ekki er liægt að mjólka þýr eins iljótt né eins vel með handafli, eins og með vélum. H*ns vegar mun það svo, að ef ekki er rétlilega mjólkað með vélunum, þá eru þær bændunum hefndargjöf. /

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.