Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 66

Andvari - 01.01.1946, Page 66
Runólfur Sveinsson ANDVABI ()2 ræktun þessi hefur yfirleitt gefizt vel og er nauðsynleg í allri jarðrækt, enda við höfð einhvers konar sáðskiptirækt í öll- um landbúnaðarlöndum heims. Ég hygg, að kornræktin ætti fyrst og fremst að vera fólgin í því, að rækta bygg og hafra, ásamt belgjurtum, sem grænfóSur (verkað sem vothey) í sáð- skiptiræktun við aðrar nytjajurtir, sem hagkvæmt er að rækta á íslandi. C. Garðrækt. Garðyrkjan hefur átt allerfitt uppdráttar á ís- landi. Þó hefur ástandið í þeim efnum breytzt stórum til hins betra á síðustu áratugum, meðal annars síðan notkun jarð- hitans hér á landi kom lil sögunnar. Má nú segja, að með jarðhita og e. t. v. rafljósum megi rækta hverja þá jurt er mann lystir, jafnvel hitabeltisjurtir, svo sem hanana o. fh Hins vegar er þó staðreynd, að framleiðsla gróðurhúsanna á íslandi er enn of dýr til þess, að hún verði öllum almenningi landsins að notum. Þær matjurtir, sem almennast hafa verið ræktaðar og e. t. v. skipta einna rnestu máli hér á landi, eru rófur og kart- öflur. Rófur er tiltölulega auðvelt að rækta í flestum héruð- um landsins, án mikilla misbresta af völdum veðráttunnar. Þó má geta þess, að kálílugan hefur gert mönnum erfitt og hálf ómögulegt um rófnarækt síðustu árin á Suður- og Suð- vesturlandi. Og líkindi eru til, að sníkjudýr þetta flytjist uffl allt landið. Um kartöfluræktina ér það að segja, að hún er mjög háð duttlungum veðráttunnar. Kartöfluuppskeran hefur komizl niður í 60 þúsund tunnur sum árin, síðan 1935. Sumarið 1941 var hvað veðráttu snertir mjög llagstætt fyrir kartöflurækt hér á landi. Engu að síður var kartöfluskortur í Reykjavík siðast liðinn vetur, og hafa nú verið fluttar inn á þessu ari um 11 þúsund tunnur. Þetta bendir lil þess, að íslenzkir bænd- ur muni ekki rækta kartöflur, sem fullnægi þörf Reykjavíkm og annarra bæja, nema að lillu leyli, jafnvel ekki í hagstæðm11 árum og alveg fráleitt í rigningar- og kuldasumruin. Þá kem- ui til álita, hvort flytja eigi inn kartöflur frá öðrum Jöndum eða tryggja á einhvern hátt næga kartöflurækt á okkar eig'n

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.