Andvari - 01.01.1946, Side 67
•ANDVAHI
Ferð til Bandarikjanna 1944—45
03
landi. Ég liygg, að hagkvæmast verði að rækta kartöflur í
það stórum stíl á sama stað, að full afköst fáist af fullkomn-
um nýtízku vélum við ræktunina Þá mætti einnig velja góðan
stað á landinu, þar sem bæði væri gott land til kartöfluræktar
°g veðráttan viðunanleg. Á þeim sama stað þarf að vera
g'eymsla, nógu stór fyrir ca. % hluta uppskerunnar, sem væri
þannig útbúin, að fullt vald sé hægt að hafa á hitastigi þar. í
Bieðalári mundi þurfa að framleiða 40000—50000 tunnur
tram yl'ir það, sem nú er ræktað í landinu.
2. Búffárræktin.
Frá því er ísland byggðist, hefur landbúnaður hér fyrst
°g freinst byggzt á búfjárrækt. Eins og áður getur, hefur bú-
lé okkar, allt fram á þessa öld, lifað á beit og heyi, að mestu
leyti öfluðu á óræktuðu landi. Þetta er að verulegu leyti sú
rányrkja, sem íslenzkum bændurn er oft lögð út á verri veg.
Hins vegar er þó ljóst, að sauðfjárrækt okkar hlýtur alltaf
41 ð mestu leyti að byggjast á nytjum heiða- og afréttar-
landa.
Samhliða aukinni ræktun í landinu, hefur kjarnfóðurgjöf
Iiafizl í all-stórum stíl. Að sama skapi minnkar rányrkjan.
Hr því að íslenzk búskaparskilyrði munu einna bezt til gras-
'æktar, er eðilegt, að búnaðurinn sé fyrst og fremst kvikfjár-
bóskapur, þar sem aðalfóður (grunnfóður) búfjárins er gras
(hey). Og vegna hinna góðu fiskimiða við ísland, er heppilegt,
kjarnfóðrið sé einhvers konar fiskimjöl.
búfjártegundir, sem frá landnámstíð hafa verið nær
euiráðar á íslandi, eru nautgripir, sauðfé og hross. Alifuglar
Hiænsn) hafa og alltaf verið nokkrir, en loðdýr og svín til-
beyra aðeins síðustu 15—20 árum í húskap á íslandi.
Allar þessar búfjártegundir eru lakari að gæðum og kyni
en búfjárkyn í öðrum landbúnaðarlöndum heims. Þó munu
loðdýrin nálgast mest, hvað gæði snertir, sams konar dýr er-
lendis. Enda flutt til landsins fyrir fáum árum siðan.
A. Nautgripir. Nautgripunum er gjarnan skipt i tvo til þrjá
höfuðflokka: