Andvari - 01.01.1946, Síða 70
66
Runólfur Sveinsson
ANDVíVHI
er iniklu færri hesta þörf hér á landi en nokkru sinni fyrr. En
svo óheppilega vill þó til, að hér eru nú e. t v. fleiri hross en
nokkru sinni fyrr í sögu landsins, og áreiðanlega miklu fleiri
en nokkur þörf er fyrir.
Ég hygg, að nú séu á íslandi um 70 000 hross. Sennilega er
aðeins % þeirra taminn, en mörg af þeim lítið notuð. Hitt
er stóð, í rauninni villt hross, sem engum eru til gagns, en
mörgum til ógagns. Þau eru óþarfapeningur, sem tekur upp
feikn af fóðri frá öðru þarfara og verðmætara búfé, bæði
sumar og vetur. Þegar harðir vetur koma, setja þau allt í
voða. Öll þessi óþarfa hross eru plága á landbúnaðinum.
Með einhverjum ráðuin þarf að fækka hrossunum í land-
inu um 50 000. Oft hefur bændum, bæði í ræðu og riti, verið
bent á þá hættu, sem stafar af þessari miklu hrossaeign.
Þeir hafa ekki tekið það til greina og verður því að reyna
aðrar og kröftugri ráðstal'anir. Jafnframt þarf að bæta ræktun
reiðhesta í landinu, meðal annars með því að flytja inn úr-
vals einstaklinga af amerískuin reiðhestum
Qunnar Bjarnason ráðunautur hefur bent á, að rétt væri að
skattleggja verulega alla óþarfa hrossaeign og nota þá pen-
inga, sem þannig fengjust, til kynbótastarfsemi og endurbóta
á reiðhestakyni í landinu.
D. Alifuglar (hænsn). Nokkur hænsn liafa alltaf verið á
íslandi, en virðast illa hirt og af lélegum stofnum. Oft hafa
verið flutt inn egg. Við ættum að nota meira af eggjum til
inatar en nú er gert.
Hænsnarækt er yfirleitt ekki verulega liáð veðráttu eða
öðrum náttúruskilyrðum, og sé ég enga ástæðu til annars en
að við framleiddum nóg af eggjum hér á landi til eigin þarl'a.
Hænsnakynin þarf þó að bæta að mun, t. d. með innflutningi
nýrra kynja, og mikil þörf er á að vinna að endurbótum a
hirðingu þeirra og ineðferð.
E. Loðdýraræld. Fyrir 10—15 árum síðan hófst loðdýra-
rækt hér á landi. Þær Ioðdýrategundir, sem ræktaðar hafa
verið, eru silfurrefir, blárefir og minkar.