Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 78

Andvari - 01.01.1946, Page 78
74 Runólfur Sveinsson ANDVARI vallarskilyrðum þess að gera störfin þar léttari og ódýrari en verið hefur. Leiðin til þess er aukin vélanotkun utanhúss og innan. 7. Rannsókna- og tilraunastarfsemi. í flestum landbúnaðarlöndum heims leggur ríkisvaldið riflegan skerf af almannafé til rannsókna og tilrauna á sviði landbúnaðar. Grundvöllur allra búvísinda liggur öðrum þræði í niðurstöðum þessara rannsókna og hinum í reynslu bænda. Búvísindin hafa tvenns konar gildi, almennt gildi og staðbundið. Ýmis sannindi gilda jafnt hér norður á íslandi og suður við Miðjarðarlínu, önnur eru staðbundin og háð náttúruskilyrðum og aðstæðum á hverjum stað. ísland hefur nokkta sérstöðu sem landbúnaðarland hvað hnattstöðu og veðráttu snertir, eins og áður getur. Meðal annars þess vegna er okkur nauðsynlegt að framkvæma ýmsar rannsóknir og tilraunir, sem aðeins er hægt að gera hér á landi, svo þær öðlist gildi íslenzkra staðhátta. Hefur nokkuð verið vikið að því áð- ur, t. d. viðvíkjandi jarðvegsrannsóknum og kynbótum. Við þurfum einnig að efla mjög rannsóknarstarfsemi á sviði vinnslu úr hráefnum landbúnaðarins, fóðrun búpenings- ræktun nytjajurta o. fl. Við höfum nú hér á landi tvær tilraunastöðvar í jarðrækt- Atvinnudeild Háskólans er ætlað að vinna að vísindalegum rannsóknum landbúnaðarins. Hún hefur ekki enn þá tekið til starfa af þeim krafti, sem til er ætlazt. Rétt væri einnig a® auka tilraunastarfsemina á búum bændaskólanna, einkum i búf járrækt. 8. Vöruvöndun og vörumat. Afkoma flestra þjóða byggist fyrst og fremst á framleiðslu af vörum. Vörurnar, sem eru ýmist hráar til neyzlu og iðu- aðar eða unnar, ganga kaupum og söium manna og landa á milli. Það er gömul kenning, að verðlag varanna skapist af iram- boði þeirra og eftirspurn. Það mun og vera svo að miklu leyt'- Eftirspurn hverrar vörutegundar getur þó því aðeins skapaz

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.