Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 80

Andvari - 01.01.1946, Page 80
76 Runólfur Sveinsson ANDVARI lenzkir nautgripir injög fjarri því að gefa kjöt, sem er gott til átu. 1 öðru Iagi er slátrun á nautgripunum yfirleitt fram- kvæmd á sveitaheimilunum, oftast við afleit skilyrði. í þriðja lagi er ekkert mat á nautakjöti. Það er auðsætt, að bæði framleiðendum, þ. e. bændum, og neytendum er fyrir beztu, að vöruvönduri hverrar vöru sé sem mest. Hér þarf því strangara vörumat og miklar um- bætur á vöruvöndun allri. Það eru auðsæ sannindi, að góðar vörur skapa góðan markað, gott verð og betri afkomu bænd- anna. 9. Búnaðarfræðslan. Hér á landi eru nú tveir bændaskólar. Þeir hafa starfað um 60 ára bil. Fáir efast nú um, að þeir hafi gert landbúnaði okkar mikið gagn. Hins vegar vil ég benda á, að þeiin er áfátt í ýmsu. Einkanlega er útbúnaður þeirra fátæklegur og ófullkominn að mörgu leyti. Húsakostur er af skornum skammti, kennsluáliöld líka, og nú alveg sérstaklega í byrjun nýrrar vélaaldar vantar þar flestar stærri og smærri vélar, sem nauðsynlegl er að reyna og nota hér á landi. Úr þessu þarf að bæta hið bráðasta. Talað er um að reisa nýjan bændaskóla í Skálholti. Mér skilst, að sá skóli eigi að rúma um 40 nemendur. Ef útbúa á slíkan skóla að húsum öllum, áhöldum og fullkomnustu vél- um, mun hann uppsettur kosta nú svo milljónum skiptir- Ég hygg, að þörf sé á nýjum bændaskóla, þó má deila um það, en ég tel fásinnu eina að reisa hann, ef við ekld höfum ráð á að gera þá skóla, sem fyrir eru, og þann nýja, svo úr garðú að þeir fullnægi þeim Ioöfum um aðbúnað allan, sem til þeirra verður að gera á hverjum tíma. Þá hefur verið rætt um framhaldsnám í búfræði hér á landi. Ég tel mikla nauðsyn vera, að bráður bugur sé undinn að þvi að koma framhaldsnámi búfræðinga hér á fót. En um leið þarf að gerbreyta allri ráðunautastarfsemi landsins, sem ég og tel mikla nauðsyn. Núverandi ráðunautar Búnaðarfélags íslands eru svo fán', að þeim er ómögulegt að starla nema að litlu leyti persónu-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.