Andvari - 01.01.1946, Qupperneq 81
andvari
Ferð til Bandarikjanna 1944—45
77
lega með bændum landsins. Við þurfum svo marga ráðunauta,
að þeir geti heimsótt hvern einasta bónda i umdæmi sínu a.
m. k. einu sinni á ári, og helzl tvisvar til þrisvar.
í Danmörku og Bandaríkjunum er ráðunautastarfsemin
mjög mikil. Það er almennt álil manna í þessum löndum, að
útbreiðslu- og leiðbeiningastarfsemi ráðunauta hafi verið ein
hin mesta lyftistöng landbúnaðarins.
Bændurnir eru yfirleitt svo hlaðnir daglegum störfum, að
þeim er nauðsynleg stöðug örvun og leiðbeining frá fag-
mönnum.
Þriggja missera framhaldsltennsla í búfræði fyrir ca. 10
menn á ári mundi að verulegu leyti bæta úr þeim skorti, sem
nú er á ráðunautum til starfa i sveitum landsins.
10. Búnaðarsýninyar og verðlaun til bænda.
Sýningar á búfé, ræktun og framleiðslu bænda, hafa á und-
anförnum einni til tveim öldum verið mjög virkur þáttur i
framþróun búnaðar víðs vegar um heim. S ýmsum búnaðar-
löndum, bæði austan hafs og vestan, er árlega kostað ógrynni
•jár til þessara sýninga. Einna mest kveður þó að búfjár-
sýningunum. Margir álíta, að fátt hafi örvað kynbætur bú-
Ijár eins og sýningar þessar.
Hér á landi hafa búnaðarsýningar yfirleitt verið í niolum,
aðbúnaður allur slæmur og litlu til þeirra kostað. Ég tel mikla
nauðsyn að bæta og auka búnaðarsýningar hér á landi, þó
nlveg sérstaklega búfjársýningarnar. Þær þyrfti að halda
arlega í sem l'Iestum héruðum landsins. Há verðlaun þarf að
veita á úrvalsgripi. Samhliða kynbótum búfjár verður að
^e8Sja rækt við sýningarnar.
Saman dregnar nokkrar helztu tillögurnar.
I- Hefja þarf skipulega „endurræktun“, bæði á gömlu tún-
unum og miklu af nýræktinni.
-• Greiða þann hluta jarðræktarstyrksins, sem greiddur hef-
ur verið á flatareiningu nýræktar, sem verðlaun á upp-
skerumagn og vel framkvæmda ræktun.