Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 82

Andvari - 01.01.1946, Page 82
78 Runólfur Sveinsson ANDVARI 3. Flokka og meta jarðveg til ræktunar og fá úr því skorið, hvaða nytjajurtir eru heppilegastar til ræktunar á ís- landi. 4. Rækta kartöflur í það stórum stíl, e. t. v. á einum stað, að ekki þurfi að flytja inn kartöflur. 5. Flytja inn erlend rirvals nautgripakyn. 6. Flytja inn erlend sauðfjárkyn. 7. Skattleggja öll óþarfa hross, þ. e. stóðið, og leggja ineiri rækt við reiðhestarækt í landinu. 8. Auka og bæta hænsnaræktina. 9. Auka og bæta loðdýraræktina og flytja inn ný afbrigði loðdýra frá Ameríku. 10. Nota „artificial insemination“ við kynbætur búfjárins og í sambandi við innflutning kynbótadýra. 11. Koma upp kynbótabúum og starfrækja a. m. k. eitt kyn- bótabú fyrir hverja búfjártegund. 12. Gera ráðstafanir til, að votheysgerð aukist stórkostlega í landinu. 13. Auka véltækni og vélanotkun í búskap, bæði utanhúss og' innan. 14. Koma upp „hreyfanlegum viðgerðarverkstæðum“ fyrir landbúnaðarvélar. 15. Auka tilrauna- og rannsóknarstarfsemi búnaðarins. 16. Bæta vöruvöndun og vörumat, alveg sérstaklega á mjólk og kjöti. Gerbreyta þarf mjólkurbúðunum í Reykjavik og afgreiðslu allri á mjólk. 17. Auka vélakost bændaskólanna, enn fremur hiisakost þeirra og kennsluáhöld, bæði í bóklegu og verklegu námi- 18. Koma á stofn framhaldsdeild í búfræði. 19. Ráðunautar verði búsettir a. m. k. einn í hverri sýslu landsins og starfi þeir með bændum árið um í kring- 20. Auknar og efldar séu búnaðarsýningar og há verðlaun séu veitt úrvals búskap, bæði í jarðrækt og búfjárrækt.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.