Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 89

Andvari - 01.01.1946, Side 89
andvari Um gróðurmenjar í Þórishlíðarfjalli við Selárdal. 8ö vel skýr. Grunnurinn er hjartálaga, og' virðast separnir ganga á misvíxl. Rendur þeirra eru fíntenntar. Fimm frekar grannir aiðastrengir liggja um blöðkuna l'rá grunni hennar, þar sem stilkurinn er festur við hana. Frá neðsta pari þessara aðal- strengja liggja fínni strengir um sepana og frá þeim enn l'ínni strengir út í tennurnar á separöndunum. Frá neðanverðum strengjum næsta pars liggja að minnsta kosti fjórar greinar Jivorum megin. Aðalstrengur sá, er til blöðkutoppsins liggur, l>er fimm stakstæða hliðarstrengi hvorum megin, og kvíslast þeir neðslu, er út í blöðkuröndina lcemur. Strengir æðanets- ins, sem eru mjög grannir, en greinilegir á myndinni, standa liornrétt á aðalstrengi og greinir þær, sein æðanetið er tengt við. Blað þetta er í svo fullkomnu samræmi við vínviðarblað þnð, sem Heer lýsir fyrstur, frá Grænlandi, og hann nefnir vitis olriki (4), að tæpast getur nokkur vafi á því leikið, að lrér sé um hlöð sömu tegundar að ræða. í íslenzltu stein- gervingasöfnunum, sem Heer ákvarðaði, fann hann blaðbrot, er hann áleit, að væri af vínvið, og hann nefndi vitis islandica. Siðan hafa verið bornar á það brigður, að þetta væri vín- viður (5), enda er blaðbrotið, sem Heer myndar, svo lítið, að vart verður nokkuð sagt um, hverrar tegundar það er. Hinu 111 á aftur halda fram, að sé hinn grænlenzki vinviður, vitis alriki Heer, rétt álcvarðaður, þá hefur vínviður líka vaxið hér a landi í þann mund, er steingervingalagið í Þórishlíðarfjalli varð til, svo er samræmið fullkomið með þessurn blöðum. Síðan Heer lýsti þessari vínviðartegund frá Atanekerdluk í Norður-Grænlandi, liafa Ameríkumenn fundið sömu tegund i tertierum jarðlögum þeirrar heimsálfu, þar á meðal í Al- aska (3). Annars staðar frá er mér ekki kunnugt um, að liennar sé getið. Á öllum þeim stöðum, sem hún hefur fundizt a í Ameríku, er hún frá því mjög snemma á terliera tíma- hilinu (eocen). Það bendir til þess, að steingervingalögin í Þórishlíðarfjalli séu einnig eocen að aldri.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.