Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 4
Ávarp
50 ára ffullveldi
og reisn Háskóla fslands
íslenzk þjóð, og þá einkum stúdentar, minnast í dag þeirra
hugsjónamanna, sem með harðri baráttu, at fórnarlund og ætt-
jarðarást, lögðu hornstein þess fullveldis, sem varð að veruleika
með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Framlag
þeirra var stórt, en sú staðreynd krafðist enn veglegri framlaga
af hálfu niðjanna.
Fullveldi er eitt og rétt meðferð valdaaðstöðu annað. Er
ástasða til fagnaðar á hálfrar aldar fullveldisafmæli? Staðreyndir
tala sínu máli: Stórstígar framfarir á flestu msviðum, nánast
stökkbreytingar á íslenzku þjóðfélagi í átt til nútíðarhorfs, vonir,
sem einungis bjartsýnustu menn áttu, eru nú veruleikinn einn.
Sýnt er því og sannað, að kröfur um fullveldi og síðar stofnun
lýðveldis höfðu við rök að styðjast, voru byggðar á framsýni og
raunsæju mati aðstæðna. Langvarandi efnahagserfiðleikar og
aðrar tímabundnar torfærur breyta engu um dóm sögunnar.
Flálfrar aldar reynslutími íslands sem fullvalda ríkis hefur um
leið verið reynslutími fyrir eitt liið helzta af óskabörnum þess,
háskólann. Hið lofsverða framtak, sem stofnun skólans var tví-
mælalaust á sínum tíma, er eflaust ávöxtur þeirra frjálsræðis- og
sjálfstæðishugmynda, sem svo mjög voru áberandi á fyrstu árum
aldarinnar og leiddu til aðskilnaðar við Dani og lýðveldisstofn-
unar. Hátt var stefnt í fyrstu, svo sem efni stóðu til. En reynslu-
tíminn er háskólanum mun óhagstæðari en hinu nýfrjálsa, full-
valda ríki. Skilningur alls almennings og ráðamanna á hlutverki
og þörfum þessarar stofnunar hefur einatt verið næsta takmark-
aður: Háskóli er nauðsyn, hann er þjóðþrifastofnun, en nægir
honum ekki nafnið eitt?
Háskóli íslands hefur aldrei verið vísindastofnun, eins og vonir
stóðu til, og nú er svo komið, að hann veldur ekki hlutverki sínu
sem kennslustofnun nema að mjög takmörkuðu leyti. Lengur
verður ekki beðið eftir frelsun. Þráðurinn að ofan er slitinn.
Verkefni stúdenta, kennara og æðstu stjórnar skólans er nú að
færa háskólann úr niðurlægingu og vanrækslu til þeirrar reisnar,
sem honum sæmir. Verkefnið er þríþætt: I fyrsta lagi að afmarka
þjóðfélagslegt hlutverk og skyldur háskólans, í öðru lagi að vinna
ötullega að framtíðarskipulagi, bæði á stjórn skólans og stofnun-
inni sjálfri, en að því loknu að hefjast handa um þriðja lið verk-
efnisins, þann brýnasta og mikilvægasta, sem grundvallast þó á
hinum tveimur, hraðfara en þó vandaða allsherjaruppljyggingu
háskóla, sem stendur undir nafni.
Stúdentar og aðrir velunnarar háskólans! Vekjum þjóðina til
vitundar um þjóðhagslegt mikilvægi aSðstu menntastofnunar í
landinu. Sofandaháttur yfirvalda og afskiptaleysi þeirra af mál-
efnum háskólans er vanræksla og svik við þjóðina í heild.
Olafur G. Guðmundsson.
FORSETAR LÝÐVELDISINS
Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristjón Eldjórn
STÚDENTABLAÐ
4