Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 8
Frá samningunum 1918 Viðtal við Þorstein M. Jónsson Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi al- þingismaður og skólastjóri, var einn a£ fjór- um fulltrúum Islendinga í sambandslaga- nefndinni 1918. Um störf þeirrar nefndar ritaði Þorsteinn ítarlega grein í Stúdenta- blaðið 1. desember 1958, og er ástæðulaust að endurtaka hér það sem þar stendur, en Þorsteinn var svo vingjarnlegur að taka á móti tíðindamönnum 1. desemberblaðsins í ár og rabba ögn við þá í tilefni dagsins. Hvernig voru nú aðstœður, Þorsteinn, þegar sezt var að samningaborðinu 1918, e/ miðað er til clœmis við 1908? Þarna er auðvitað talsverður munur á. Árið 1908 sátu 13 Danir og 7 íslendingar í samninganefndinni að meðtöldum danska forsætisráðherranum og ráðherra Islands og fundir voru þá haldnir í Kaupmannahöfn. í nefndinni 1918 sátu hins vegar jafnmargir frá hvorum aðila, — alls 8. Danir buðust þá til þess að koma til íslands og halda fund- inn í Reykjavík. Það er rétt að það komi fram, að þótt sumum finnist að lítið hafi á unn- izt á árunum 1908—1918 í sjálfstæðisátt fyrir íslendinga, er það rangt. Á þessum árum gerðist margt þýðingarmikið, svo sem stofnun Eimskipafélagsins, sem sannaði að þjóðin gat meira en hún hafði áður haldið. Á þinginu 1915 var ákveðin gerð staðar- fána, þá var og réttur konungs afnuminn til að útnefna 6 þingmenn, en í stað þeirra jafnmargir þjóðkjörnir. Þegar Jóhannes Jó- hannesson gerði að tillögu sinni á fyrsta nefndarfundinum, að Hage stjórnaði lund- unum, lögðu Danir til, að skipzt yrði á um fundarstjórn, og var það gert. Á meðan samningarnir stóðu yfir sat þingið eða beið, og fylgdist einlægt með því, er gerðist á fundum nefndarinnar. Forsætisráðherra sat einlægt á fundum íslenzka nefndarlilutans, og oft hinir ráðherrarnir líka. Hvernig fór starf nefndarinnar fram? Hvor nefndarhluti um sig hélt umræðu- fundi og kom sér saman um tillögur, sem síðan var fylgt einhuga á sameiginlegu fundunum. Þannig lögðu til dæmis Islend- ingar á fyrsta fundinum fram vel undirbú- ið, prentað plagg, þar sem þeirri grundvall- arskoðun var lýst, að tilgangslaust væri að reyna samninga, nema að Island yrði viður- kennt sem fullvalda ríki; hefði aðeins sam- eiginlegan konung með Danmörk, og að þegnréttur yrði aðskilinn. Það hafa þd þegar i uþphafi verið settar fram strangar kröfur? Já, og allt virtist ætla að sigla í strand á fyrstu fundunum, og munu flestir þing- menn hafa talið víst að enginn árangur myndi verða af samningatilraununum, en úr því rættist nú. Ég tel nú líka trúlegt, að danska stjórnin hafi lagt ríkt á við samn- ingamenn sína að koma heim með samn- inga. Það styrkti þá í aðstöðu þeirra gagn- vart Suður-Jótlandi að stríði loknu. Viltu ekki segja okliur eitthvað um nefndarmennina og þátt hvers um sig í starfinu? Ég held að allir nefndarmennirnir hafi unnið samvizkusamlega eftir beztu getu. En ég skal geta þeirra með fáum orðum hvers um sig, úr því að þið óskið þess. Þá er nú bezt að nelna fyrst Jóhannes Jó- hannesson, sem var formaður íslenzku nefndarinnar. Hann hafði átt sæti í nefnd- inni 1908 og var samþykkur uppkastinu þá. Hann var virðulegur og myndarlegur mað- ur, stjórnaði þarna öðrum hvorum fundi og fórst það ágætlega. Þá er það Bjarni frá Vogi, frjálslyndur, mikill mælskumaður og rökfastur. Hann hafði barizt harðri baráttu gegn uppkast- inu 1908. Einar Arnórsson var einn færasti lög- fræðingur, sem við höfum átt, ákaflega slyngur að verja sinn málstað. Hann hafði skrifað mikið um sjálfstæðismál fslendinga, meðal annars ritið Réttarstaða íslands. Sjálfur var ég langyngstur nefndarmanna og óreyndastur. Af hálfu Dana vil ég þá fyrst nefna Hage verzlunarmálaráðherra (í stjórn Zahle), sem var formaður þeirra. Hann var lítill maður vexti, virðulegur og ljúfmenni í framkomu. Hann naut mikils álits í Dan- mörku sem vitur samningamaður. Meðan á samningunum stóð bjó hann heima hjá Jóni Magnússyni forsætisráðherra. Jón var einn af okkar vitrustu stjórnmálamönnum, og við vorum heppnir að eiga hann á J^ess- um tíma. Hann var einnig ágætur gestgjafi, og án efa hafa einkasamtöl hans við Hage liaft mikil áhrif og hjálpað til að sannfæra hann um, hverjar væru lágmarkskröfur ís- lendinga. J. C. Christensen var kosinn af vinstri mönnum í nefndina. Hann var föngulegur og fríður maður og reyndur stjórnmála- maður. Hann var forsætisráðherra 1907 og kom þá til íslands í fylgd með Friðriki VIII. F. J. Borgbjerg var fulltrúi jafnaðar- manna. Hann minnti á virðulegan víkinga- foringja. Var með skegg niður á bringu. Ég tel, að honum hali verið alveg sama, þó að við skildum við kónginn. En hann sagðist ekki vilja eiga þátt í að reisa girðingar milli þjóða þar sem þær væru ekki fyrir og stóð sérstaklega fast á sameiginlegum þegnrétti. E. Arup frá radikölum var meðalmaður á vöxt, sagnfræðingur og hafði hvað gleggst- an skilning þeirra Dananna á málstað Is- lendinga. Hægri menn höfðu neitað að eiga fultrúa í nefndinni. STÚDENTABLAÐ 8

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.