Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 14
MESTA GÆFUSPORID Pétur Ottesen alþingismaður og bóndi ó Ytra-Hólmi ó Skaga hefur setið lengst allra manna ó Alþingi íslendinga. Hann situr á Alþingi er íslendingar endurheimta fullveldið 1918, ó eitt þúsund ára afmælishótíð Alþingis 1930 og þegar þjóðin stofnar lýðveldi órið 1944. Þennan aldna en þó síunga bændahöfðingja sækjum við heim í vistlega stofu hans á Ytra-Hólmi, til þess að ræða við hann um lýðveldisstofnun á íslandi. Þegar þú kemur d þing 1916 dregur senn að sambandsslitum? Já, sá maður er átti, að ég hygg, einna ríkastan þátt í því að þessi niðurstaða náðist 1918 var Jón Magnússon, sem þá var for- sætisráðherra. Þá stóð þannig á, að það var í stríðslokin, og Danir þurftu að endur- heimta aftur af Þjóðverjum hluta af Slés- vík, og þessa aðstöðu notaði Jón Magnússon vel. Ég vil segja það um Jón Magnússon, að af þeim mönnum, sem ég hef kynnzt þá tel ég hann vera einna vitrastan og hyggn- astan manna. Voru menn 1918 einhuga um það að slita sambandinu við Dani, er samningurinn rynni út? Já, það kom glöggt fram, og reyndi að vísu á það síðar, er fluttar voru tillögur um það, sem Sig. Eggerz stóð nú að og fleiri með honum að slíta samningunum þegar útrunnið væri tímabilið, og þær voru sam- þykktar löngu áður en á það reyndi að taka ákvörðun um að gera það. Við þingrofið 1931 liomu fram hug- myndir um það að stofna lýðveldi? Ég man nú ekki eftir því, J^að drukknaði allt saman í þessum óeinðum, sem risu upp út af þingrofinu. Já, þeir voru eitthvað að ræða þetta. Sumir segja að þessar hugmyndir hafi strandað á atkvœði Gunnars frá Selalœk? Nú já, það má vel vera, þetta voru feikn mikil læti. Þetta þingrof 1931 var ógurlegt, þetta voru uppþot í Reykjavík dag eftir dag, fundahöld og þess háttar. Þetta þing- rof kom nú svo óvænt. Það var farið í þessi rokna ferðalög. Ég man eftir að við Pétur Magnússon og fleiri fórum alla leið héðan og um landið. Það var vont að ferðast og ekki hægt að komast nema hluta af leiðinni á bílum, Jrá var farið á hestum. Við fórum héðan alla leið norð- ur í Hofsós. Fyrst var Akranes, svo var Borgarnes, svo Hvammstangi, svo var Blönduós, svo var Sauðárkrókur, svo var Hofsós. Það voru ógurlegar æsingar og úti- fundir í Reykjavík. Tryggvi Þórhallsson var þá forsætisráðherra, og við kosningarn- ar á eftir vann Framsóknarflokkurinn bara mikinn kosningasigur, en hélzt ákaflega illa á honum. Þá kom til átaka um kosninga- lögin og þess háttar. Fer Alþingi ekki upp úr þessu að marka ákveðna stefnu viðvíkjandi sambandssátt- málanurn? Það var seinna. Sig. Eggerz var aðalflutn- ingsmaður að Jreim tillögum. Það var búið að taka ákvörðun um það á Alþingi að slíta samningnum, þegar tímabilið, er samning- urinn skyldi standa, var útrunnið, svo það var alveg undirbúið. Þegar Þjóðverjar fóru fram á það að fá lendingarleyfi hér fyrir flugvélar, liom það til kasta Alþingis? Alþingi var nú eitthvað í ráðum um það. Annars var það ríkisstjórnin, sem tók ákvörðun um það, og var því harðlega neitað. Má œtla að þetta hafi komið í veg fyrir þýzk yfirráð hér? Já, það má búast við því. Því þeim var nefnilega alveg ljóst þessum stríðsaðilum, hvaða þýðingu ísland hafði í sambandi við baráttuna á hafinu, og það er viðurkennt af Bandamönnum, að sú aðstaða, sem þeir fengu hér á íslandi, hafi verið þeim mikill styrkur í baráttunni gegn Þjóðverjum. Hvað gerðist eiginlega hér, er Danmörk var hernumin 9. april 1940? Þá var undir eins gripið til ráða hér og STÚDENTABLAÐ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.