Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 23

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 23
EGILL J. STARDAL „...MED BETLISTAF w I HENDI" Ritnefndin leitaði til Egils J. Stardal og bað hann að skrifa grein í tilefni dagsins. í dag eru fimmtíu ár — hálf öld — liðin frá því að sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð- arinnar lauk. Hinn 1. desember 1918 fagn- aði þjóðin fullveldinu, hin langa barátta var að baki, eftir var aðeins sigurviss ganga að markinu, eftirleikur hins mikla drama og um leið forleikur að nýju sjónarspili, — leiknum sem sýna myndi, hvort við værum rnenn til þess að gæta fjöreggsins, sem við vorum nýbúnir að heirnta úr tröllahönd- um. Einstaklingum og þjóðum ber jafnan að vera vel á verði, liorfa vökulum augum fram á ófarinn veg, sjá vandamálin fyrir ef nokkur leið er mannlegum mætti og hafa gert ráðstafanir í tíma. Þetta á ekki sízt við um þá menn, er til forystu eru kvaddir og er í raun réttri þeirra frumskylda. En jafn- an skyldu menn hafa það hugfast sem liðið er, lífsreynsla genginna kynslóða er einhver dýrmætasti arfur hverrar þjóðar, og jafnan er gott þá í áfangastað er komið að svipast til baka, líta yfir farinn veg. Mannkynið, maðurinn er mjög sá sami sem hann var fyrir þúsund árum, vandanrál hans þá vandamál dagsins í dag. Sagt er að sagan endurtaki sig, það mun ofmælt aðeins um hið ytra. Sérhver kynslóð þræðir slóð fornra vandamál á nýjum skóm. Það ber næsta oft fyrir, einkum á þessurn miklu velgengnisárum síðasta aldarfjórð- ungs, sérdeilis þegar ríkisstjórnunum hefur mistekizt einhver betliherferð, fiskafurðir fallið í vetði eða þá að síldin hefur stungið af norður í hafsbotn, að þær raddir kveða upp úr, sem hefja þann söng, að í raun réttri sé þetta mannfélagsbrambolt á íslandi stóreflis misskilningur. Hér sé sumsé ekki hægt að halda uppi menningarlífi efnahags- lega sjálfstæðrar þjóðar nema annarlegt ástand ríki í heiminum af völdum styrj- aldar; eða einhver önnur blessun valdi því að okkar lítilsvirtu afurðir þyki nýtandi. Á normal tímum séum við dæmd til þess að lifa sníkjulífi betlarans rneðal auðugri Jrjóða, vera þurfalingar á framfæri heimsins. í rauninni hefur efnahagsstefna allra ríkis- stjórna og hágspekinga hennar frá Jrví eftir stríð mótazt af þessum hugsunarhætti. Þó eiga Jressar raddir einkum fulltrúa í hópi millistríðskynslóðarinnar, þeirrar sem komst til manndóms, ef nota skyldi það orð, í upphafi síðari styrjaldarinnar, þeirrar kynslóðar, sem lærði að selja lélega vöru fyrir hátt verð, léleg vinnuafköst fyrir mik- ið kaup og hóf að nota orðið vinnugleði sent skammaryiði. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt Jrennan eymdarsöng kveðinn af manni, sem fæddur er fyrir aldamót, og á stundum bregður fyrir harkalegri Jrver- rnóðsku eða sársauka í augum tápmikilla unglinga, er slíkt tal ber á góma. Var þá eftir allt saman hin mesta skyssa af forfeðrum okkar að hlaupa frá kjötkötl- unum austan við haf og fara til að byggja þennan hólma fjallkonunnar, sem svo lengi hafði beðið bréiðguma síns? Höfðu þeir þá eftir allt saman á réttu að standa forystumenn þjóðarinnar, sem ráðvilltir, vegna eigin ódugnaðar flúðu sjálfskaparvíti skammsýni og skorts á stjórnvizku beint i gin framandi valds á miðri 13. öld og báðu erlendan konung að koma hér á röð og reglu? Voru Jreir eftir allt saman skýja- glópar og loftkastalasmiðir, leiðtogar sjálf- stæðisbaráttunnar á 19. öld? Vissulega voru þeir lítt búnari heimsins gæðum karlssyn- inum í ævintýrinu, sem fór úr kotinu með roð og ugga í mal sínum og smalaprik að vopni til Jress að sækja gulltaflið gcíða úr höndurn tröllanna. En líkt og karlssonur- inn höfðu þeir bjargfasta trú á sjálfa sig, réttlæti málstaðarins og stálbryddaðan vilja. Þessi spurning fæðir af sér aðra: Hvaðan kom kempum 19. aldarinnar Jressi ódrep- andi kjarkur, þessi bjargfasta trú á landið, Jrjóðina, sjálfa sig? Naumast voru Jrað kringumstæður eða umhverfið, jafnvel ekki aldarhátturinn. Foreldrar Jreirra margra höfðu reynt að grilla vonarskímu hins kom- andi dags gegnurn eiturbrælu móðuharð- inda, ömmur þeirra borið skóbætur fyrir börn sín. Þegar sjálfstæðisbaráttan hófst var naumast til í landinu eitt einasta hús, sem heitið gæti því nafni, hvergi skip, nær engin verktól, enn síður verkmenning, sem Jryldi nokkurn samanburð við Jrað, sem var meðal nágrannajrjóðanna. Lengst af á síð- ari hluta aldarinnar þegar frelsisglóðin er hvað heitust, logar baráttunnar skærastir og ættjaiðarkvæðum skýtur upp eins og skrauteldum, blasir við á aðra hlið eitt erf- iðasta tímabil í Jijóðarbúskapnum þar sem grimmdarvetur með horfelli, hafísár, eld- gos, landskjálftar og önnur óáran skiptast á að hrjá þjóðina. Enda fór svo að flótti brast í liðinu. Fjöldi manna flýði af hólmi ár 23 STÚDENTABLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.