Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 28

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 28
artíma, menn séu of lengi á valdi úreltra skoðana. Margt bendir til þess, að íslendingar séu einmitt í slíkri aðstöðu nú á fullveldisaf- mælinu. Svo virðist sem þjóðin hafi í reynd skilizt við hina hefðbundnu þjóðernisstefnu 19. aldar, hún sé nú orðin innantóm og merk- ingarlaus, henni sé haldið fram meira af vana en innri þörf. Til þess liggja augljós- lega öðru fremur þær ástæður, sem- raktar voru að framan, enda þótt ýmislegt fleira geti e. t. v. komið til álita. Sú sjálfsagða efnahagsstefna, sem miðaði að lífskjarabótum nær allslausra einstak- linga, hefur þróazt í hamslausa lífsþæginda- frekju, eða á akademísku máli hagfræðinga „háa einkaneyzlu“ og afleiðingar þess blasa hvarvetna við í vanþróuðu þjóðfélagi Is- lendinga, þar sem sameiginlegum jrörfum Með þessu er ekki verið að boða nein meinlæti. Umbætur á efnalegum hag Jrjóð- arinnar hljóta af augljósum ástæðum ávallt að sitja í fyrirrúmi. Hins vegar þarf þjóð- inni að nýtast betur auður sinn, — hann þarf að renna til nytsamari fyrirtækja og háleitari markmiða en almennt þykir hlýða að viðurkenna. 6. Saga síðastliðinna 50 ára sannar aug- ljóslega, að íslendingum hefur vegnað bet- ur undir innlendri stjórn en erlendri. Það Jijóðfélag, sem getur að líta á Islandi í dag, hefur orðið til á síðastliðnum 60 til 70 ár- um og þó einkum á þeim 50 árum, sem fullvalda ríki hefur staðið. Getur það naumast verið tilviljun, aS aukin umsvif íslendinga í andlegum og verklegum efn- um haldast í hendur við rýmkað sjálfsfor- ræði. En þrátt fyrir að mörgu leyti ytri glæsi- brag þessa þjóðfélags er það þó í flestum greinum vanþróað, eins og áður sagði og á ótraustum undirstöðum reist. Þetta þjóðfé- lag hefur flest ytri einkenni nútíma menn- ingarþjóðfélaga. Þar er að finna embættis- og stjórnkerfi, að ytra áliti svipað og gerist með öðrum menningarþjóðum, en í reynd harla vanmegna og vanbúið. Þar getur að finna skólakerfi, sem virðist í fljótu bragði standa jafnfætis því, sem bezt gerist með öðrum þjóðum, en er þó næsta áfátt, þegar nánar er að gætt. Þar rís hæst háskóli, sem að ytri borði virðist svara til háskóla ann- arra þjóða, en er þó í reynd af meiri_van- efnum ger en flestar þær stofnanir, sem slíkt nafn bera. Þetta Jrjóðfélag býr við efnahagskerfi, sem sýnist veita þegnunum næsta örlátlega heimsins gæði, en er þó vafalítið eitt hið veikasta, sem gerist með nokkurri þjóð. Hér er að finna stjórnmála- flokka og hagsmunasamtök, svo sem gerist með öðrum þjóðum, sem eru þó alls ómegnug að sameina þjóðina um grund- vallarstefnu í efnahags- og stjórnmálum. Hér eru mikil umsvif í atvinnulífi og verk- legum framkvæmdum, en á hinn bóginn í flestum greinum vanþróuð verkmenning. Mætti þannig halda áfram enn um hríð. í stuttu máli: Þetta Jrjóðfélag hefur öll ytri einkenni nútíma velferðarjrjóðfélags, en skortir trausta undirstöðu og innri máttar- viði. 7. Hlutskipti íslendinga hefur verið að byggja land, sem telja verður meðal hinna örðugri hér á jörð, og hefur Jjað að sjálf- sögðu mótað líf )}jóðarinnar. Eins og kunnugt er, hefur sagnfræðing- urinn Arnold Toynbee haldið því fram, að menning verði til sem svar við ögrun. Um- hverfi og aðrar aðstæður mannfólksins færi því ýmsan vanda á hendur og af þeirri við- ureign spretti menningin. Gildi hennar ráðist af því, hvernig við örðugleikunum er brugðizt, — hvort þeir hvetji til átaka eða undansláttar. Ekki skal hér reynt að taka neina afstöðu til þess, hvort þetta sé einhlít skýring á uppruna menningar eða ekki, en fullvíst má þó telja, að hún hefur mikinn sann- leika að geyma. Má af þessu ráða, að það, sem kallað er íslenzk menning, sé öðru fremur sprottið af því framtaki manna síðast á 9. öld og í upphafi hinnar 10. að nema Island og ráða fram úr Jreim vanda, sem slíku stórræði fylgir, og svo af lífsbaráttu allra síðari kyn- slóða í landinu. Ef íslendingum hefði verið unnt að snúa héðan brott, jafnskjótt sem verulega örðug- leika bar að höndum, væri hvorki til ís- lenzk menning né heldur Jrjóðerni. Hvort tveggja er svar íslendinga við þeirri ögrun að byggja ísland og gildi þess fer eftir því, hvernig álitið verður að þjóðinni hafi tekizt lífsbarátta sín. Ef vel á að vera, hlýtur menning hverrar Jrjóðar að ná til sem flestra þátta mannlífsins. Einhæf og fábreytt menning veitir vísbendingu um, að miður hafi tekizt, — fjölbreytt og auðug menning gefur til kynna hið gagnstæða. Flestir vita, að íslendingum hefur vegn- að misjafnlega í landinu og menningararf- ur þeirra frá liðnum öldum er fremur fá- breyttur. Bendir það til þess, að landsmönn- um hafi ekki tekizt sem skyldi að lifa lífinu hér á hjara heims, hver svo sem aðalorsök kann að vera. Nú hafa íslendingar ekki eingöngu sett sér það mark að búa á íslandi, heldur halda Jrar uppi nútíma þjóðfélagi og sjálf- stæðu menningarlífi. Þessi fyrirætlan er einnig svar við ögrun og það mun sem fyrr ráða gildi íslenzkrar menningar, hvernig hún tekst. Hver íslendingur veit, að mestur hluti menningararfs okkar er einskorðaður við tungu og bókmenntir og í þeirri grein hafa verið unnin þau verk, sem öðru frem- ur skipa þjóðinni á bekk menningarjjjóða. Enda þótt bókmenntaafrek séu mikilsvenð, þarf einnig að hafa í huga, að mannlífið tekur til fleiri sviða. Þjóðin Jrarf m. a. að afla sér húsaskjóls og viðurværis. Sú verk- menning, sem Jrróast við íslenzkar aðstæður og íslenzkir menn móta, er einn þáttur Jijóðmenningarinnar — afsprengi íslenzks þjóðernis. Þannig má benda á þá alkunnu staðreynd, að íslendingar búa í landi Jjar sem loftslag er svalt, vætusamt og sólargang- ur með öðrum hætti en víðast annars stað- ar. í þessu er fólgin ögrun og svarið við henni er að reisa hús, sem sérstaklega eru sniðin við slíkar aðstæður og ætla mætti, að yrðu í einhverju frábrugðin húsum annars staðar. Ef vel væri, ættu íslendingar að móta þess konar hús og hafa þar forystu. íslendingar byggja eyju í veðrasömu hafi. Svarið við þeirri ögrun er að smíða skip, sem henta við siglingar um úfin höf. Ef vel væri, ættu íslendingar að vera ekki minni kunnáttumenn um smíði slíkra skipa en nágrannajrjóðirnar. Mestu auðæfi íslend- inga eru fiskimiðin kringum landið og svarið við þeirri ögrun er að smíða fiski- skip og leitartæki, gera veiðarfæri og vinna verðmæti úr aflanum. Ef vel væri, ættu fs- lendingar að vera forystujrjóð í öllum greinum, sem að sjávarútvegi lúta. Eitthvað áþekkt Jressu ætti að mega segja um hagnýtingu annarra Jjeirra kosta, sem landið á í fórum sínum, svo og aðstöðu þjóðarinnar að öðru leyti. Hér þarf eins og annars staðar að halda uppi skipulegu þjóðfélagi að ýmsu leyti við mjög örðugar aðstæður. í því felst einnig ögrun, sem ekki verður svarað með öðru en Jiekkingu og hugviti. Ef sæmilega lán- ast, verður til nýr Jráttur íslenzkrar Jdjóð- menningar, Jj. e. sú samfélagsmenning, sem íslenzkir menn móta við íslenzkar aðstæður. Þannig mætti lengi halda áfram, en kjarni málsins er sá, að íslendingar sjálfir STÚDENTABLAÐ 28

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.