Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 30
Jón Magnússon, stud. jur. VARNIR ISLANDS Allir eru á einu máli um það, að við ís- lendingar höfum hvorki efnahag né mann- afla til þess að annast sjálfir varnir landsins, við eigum því um tvennt að velja, annað- hvort að lýsa yfir hlutleysi og vera varnar- lausir eða að vera undir vernd einhvers aðila, stórþjóðar eða bandalags. Við erum einnig sammála um að óska þess, að ófriður og yfirgangur tilheyri liðnum tíma, svo að allar varnir séu þarflausar. íslendingar eru andstæðir öllum styrjöldum og mannvíg- um, og horfa á það með undrun og hryggð, að á síðari helmingi 20. aldar eru menn- irnir ekki komnir lengra en það, að víg og frelsissvipting eru enn þær aðferðir, sem sá voldugi beitir gegn þeim veika. Börn og unglingar geta e. t. v. leyft sér að dvelja í draumheimum stund og stund, en fullorðnum mönnum ber að opna augun og horfa raunsætt á þá veröld, sem við lif- um í. Hernám Tékkóslóvakíu er nærtækt dæmi, sem færir okkur heim sanninn um það, að varnarlaus yrðum við auðveldur biti öllum þeim, sem ágirnast okkur. í byrjun þessarar aldar töldu ýmsir að það væri vörn fólgin í því að lýsa yfir hlut- leysi og sumar þjóðir gerðu það. Síðan hafa tvær heimsstyjraldir verið háðar, sem sýndu glöggt, að hlutleysi var ekki virt og slíkar yfirlýsingar höfðu enga þýðingu. Þeir menn mega vera slegnir furðulegri blindu, sem raunverulegt trúa því að okkur íslendingum sé einhver vörn í því að lýsa yfir hlutleysi. Belgía, Holland, Danmörk, Noregur, Færeyjar og ísland, allt voru þetta hlutlausir aðilar í síðustu heimssyrj- öld, en þrátt fyrir hlutleysisyfirlýsingar sín- ar voru öll þessi lönd hertekin. Óskhyggjan um hlutleysi og varnarleysi verður að bíða eftir þroskaðri veröld. Við verður að sýna þá ábyrgð að geta horfzt í augu við þann veruleika, að í dag er öryggi okkar ekki tryggt, nema við njótum verndar hjá styrk- um aðila. Eins og ástandið er í dag, er óráðlegt að vera varnarlaus og við eigum ekki annan kost betri en að vera í styrku varnarbanda- lagi, en við verðum einnig að gera okkur ljóst, að fyrir jafnlitla þjóð fylgir því ýmis- konar hætta. Spurningin hlýtur því að vera, hvernig vörnum okkar innan bandalagsins sé bezt komið fyrir með tilliti til þess að það skaði sem minnst sjálfstæði okkar, tungu og menningu. Þegar Islendingar gengu í Atlantshafs- bandalagið var tekið fram, að erlendur her yrði ekki í landinu á friðartímum. Skoðun ráðamanna hefur því verið sú, að það væri nægileg vörn á friðartímum að vera aðili í styrku hernaðarbandalagi, og ekkert ligg- ur fyrir er sýnir, að þessi skoðun hafi í raun- inni breytzt, en aðstæður eru breyttar. Þeg- ar samningurinn við Atlantshafsbandalagið var gerður, var hér enginn erlendur her, en stuttu seinna hófst styrjöld í Kóreu og þá var óttazt að sú styrjöld kynni að breiðast út, svo að erlent lið kom til þess að annast varnir landsins. Þá myndaðist viðhorf, sem virðist ekki hafa verið hugsað fyrir, að varnarlið væri kallað til landsins vegna styrjaldarhættu af stundarspennu í alþjóða- málum, sem svo liði hjá án þess, að til styrj- aldar komi, en það skeði að þessu sinni og við sitjum uppi með herinn. Sumum finnst þá e. t. v. eðlilegast að senda herinn hið bráðasta heim til sín, en málið er ekki svo einfalt. Við getum ekki verið í bandalagi upp á þau kjör að kalla hingað varnarsveitir í hvert skipti sem við verðum hrædd og láta þær byggja upp dýrar varnarstöðvar, en senda svo allt heim þegar hræðsluskjálftinn er um garð genginn, gefa svo eyðingunni á vald milljónir, sem lagðar voru í mann- virki og búnað. Það er því um tvo kosti að velja: að hér sitji erlendur her um ófyrirsjáanlega fram- tíð, eða þá að fylgja fram þeirri stefnu, sem mörkuð var þegar samningurinn við Atlantshafsbandalagið var gerður, að hér sitji ekki erlendur her á friðartímum. Sú stefna verður úr því sem komið er ekki framkvæmd á annan veg en þann, að við önnumst viðhald stöðvanna og gæzlu á frið- artímum að svo miklu leyti, sem mögulegt er. Þegar gengið var í Atlantshafsbandalagið 1949 hefði enginn íslendingur greitt at- kvæði með því, að hingað kæmi erlendur her og sæti í landinu um ófyrirsjáanlega framtíð. Gengi ísl. krónunnar hefur fallið svo ört, að fyrir 22 árum borguðum við 6,50 ísl. krónur fyrir dollar, en nú borgum við 88 krónur fyrir hann. Skyldi gengisfelling ís- lenzkrar þjóðarmeðvitundar hafa orðið jafnör og ísl. krónunnar? Höfum við í dag stóran hóp íslendinga, sem getur fellt sig við að ísland verði setið erlendum her um alla eða ófyrirsjáanlega framtíð? Sá kosturinn er vænstur, að fylgja þeirri stefnu, sem mörkuð var við inngöngu ís- lands í Atlantshafsbandalagið, að á íslandi verði ekki erlendur her á friðartímum. íslenzkar gæzlusveitir, sem hefði það starfssvið, að sjá um eftirlit og viðhald á stötðvum og tækjum, hefur verið þyrnir í augum margra. Ýmsir óttast, að ef íslenzkar gæzlusveitir gættu herstöðva, þá fengju þær hernaðarþjálfun og þeim yrði síðan beitt í bardögum, ef til styrjaldar kæmi. Þessi ótti virðist ástæðulaus, því að gæzlusveitir fengju ekki aðra þjálfun en þá, sem íslend- ingar samþykktu, enda þarf gæzlusveit ekki að vera herflokkur frekar en lögregluhópur er stórskotalið. Við þurfum ekki að óttast þá þjálfun, sem gæzlusveitir fengju, þvert á móti getur þjálfun á slíku liði orðið þjóðinni til gagns. Hvað um lögregluskóla, þjálfun strand- gæzlumanna, hjálparsveita, björgunarsveita og rauðakrossmanna? Ef styrjöld nær til okkar lands, er þá ekki þörf á mönnum, sem kunna að leiðbeina fólki og stjórna því á hættustund? Það verð- ur að telja líklegt að gæzlusveitir fengju einmitt þjálfun í alls kyns hjálparstarfsemi, og er ekki full þörf á öllum þessum hópum, ef til styrjaldar dregur? STÚ DENTABLAÐ 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.