Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 32

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 32
Róbert Árni Hreiðarsson, stud. jur. NATO Nauðsyn og réttlæting Norður-Atlants- hafsbandalagsins hefur frá öndverðu verið vettvangur mikilla deilna og rökræðna. Hefur álit einstaklinga og ríkja á máli þessu mótazt mjög af ríkjandi stjórnmála- stefnum og stjórnmálaskoðunum, svo og hagsmunum þeim, sem þessir sömu aðilar hafa að gæta í þessu sambandi. Ég geri mér fyllilega grein fyrir, að hin fyrrnefndu atriði hafa ljóst eða leynt mót- að skoðanir mínar á þessu máli, enda ein- dreginn frelsis- og lýðræðissinni. Ég trúi á mátt persónu- og tjáningarfrelsis og tel það stjórnkerfi, sem byggir á þessum þáttum mannúðar og raunsæis, vænlegast til mynd- unar farsæls og heilbrigðs þjóðfélags. Við íslendingar eigum því láni að fagna, að búa við lýðræðislegt stjórnarfar, og vilj- um við flestir þar engu um breyta, þótt á ýmsu gangi í efnahags- og skipulagsmálum okkar. En stjórnkerfi okkar tryggir og veit- ir okkur fólkinu í landinu rétt og vald — réttinn til að velja og hafna, lofa og gagn- rýna án óttans um kúgun og ofbeldi — valdið til að hrekja þá úr valdastólum, sem með fyrirhyggju-, getu- og úrræðaleysi bregðast í stjórn þjóðmála og velja í þeirra stað framsýnni, hæfari og traustari menn, ökum mundi hafa „jákvæð áhrif á Atlants- hafsbandalagið“. Innrásir stórvelda á smá- þjóðir og kúgun og ofbeldi hafa einmitt alla tíð verið hlutverk og eðli Norður-At- lantshafsbandalagsins. Þetta vita Rússar líka af hyggjuviti sínu, og því tilkynntu þeir bandalaginu fyrirfram um innrásina í Tékkóslóvakíu. Nú er það ætlun innstu koppanna í búri Norður-Atlantshafsbandalagsins að láta griðrofin í Tékkóslóvakíu hafa verulega „jákvæð áhrif“. Þess vegna er nú reynt allt hvað af tekur að æsa upp eins mikla tauga- veiklun og unnt er til að tryggja samtökun- um einhverja framtíð. Mennirnir, sem fyr- irfram vissu um fólskuverkið og höfðust án undanfarandi blóðsúthellinga og bylt- ingar. Þetta er aðall hins lýðræðislega stjórn- kerfis, og fyrir það erum við íslendingar, eins og flestar aðrar lýðræðisþjóðir, fúsir að færa fórnir með ákveðnum aðgerðum og ráðstöfunum, ef við teljum, að þær megi treysta og tryggja öryggi þess. Aðild íslands að stofnun Atlantshafs bandalagsins byggðist á trúnni á mátt bandalagsins til að viðhalda friði, frelsi og öryggi á hinu tiltekna varnarsvæði. Til þess að sanna og sýna með rökum nauðsyn og réttlætingu bandalagsins, verðum við að hverfa aftur í tímann — til hinnar skil- yrðislausu uppgjafar þriðja þýzka ríkisins. Að loknu hernámi Þýzkalands skiptu herveldin fjögur, þ. e. a. s. Bandaríkin, Stóra-Bretland, Frakkland og Rússland, landinu á milli sín í verndarsvæði. Berlín, sem staðsett var innan hernámssvæðis Rússa, var samkvæmt samningi fjórveld- anna látin lúta sameiginlegri stjórn þeirra, og átti sú ráðstöfun eftir að draga dilk á eftir sér, eins og alkunna er. Þegar sá tími kom, að hernámsveldin fjögur voru knúin til að huga að hinum mörgu og erfiðu vandamálum, sem steðj- ekki að, reyna nú að nota það sér til fram- dráttar og völdum sínum. Þeir fagna óhæfu Rússa og hafa ekki minnstu samúð með þjóðum Tékkóslóvakíu, og því skal fram haldið sömu sundurbútun í heiminum. Það má heita ljóst, hver þokki stendur af slíkum málatilbúnaði og hvert erindi ís- lendingar eiga í þessa ofbeldisklíku. „Náða- laust mun þetta heimboð standa," kvað Skáld-Sveinn. Vera kann, að ógnvöldum og meinvætt- um alþýðu heimsins takist að tryggja sig til einhverrar framtíðar í trausti leppa sinna á íslandi og víðar, en það er gálgafrestur, vegna þess að „það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð". uðu að á hernámssvæðunum, kom til alvar- legs ágreinings á milli þeirra. Deildu þau ærið og sýndist sitt hverjum um leiðir og aðferðir til úrbóta, ekki sízt varðandi fram- kvæmd og tilhögun uppbyggingar efnahags- og stjórnkerfis landsins. Því alvarlegri og djúpsettari sem ágrein- ingurinn varð, þeim mun meir óx spennan milli hernámsveldanna, þó einkum Rússa annars vegar og Vesturveldanna hins vegar. Ekki bætti úr skák þróun mála í Austur- og Mið-Evrópu, Frakklandi og Italíu, þar sem kommúnistar mynduðu stærstu stjórn- málaflokkana og fóru ekki í launkofa með það ætlunarverk sitt, að gera þessi ríki sósí- alísk. Einnig hafði ásetningur og tilraunir Rússa til valdaráns í Berlín mikil áhrif í þá átt, að gera sambúð þessara fyrrum banda- lags- og vinaþjóða með öllu óþolandi, þar til upp úr sauð með algjörum vinslitum með skiptingu Þýzkalands í Austur og Vest- ur og síðar stofnun Atlantshafsbandalags- ins. í þeim löndum Austur- og Mið-Evrópu, sem voru á áhrifasvæði Rússa, höfðu farið fram frjálsar, lýðræðislegar kosningar eftir stríðslok, og fengu lýðræðisflokkarnir meiri hluta atkvæða. En Rússar neyddu lýðræðis- flokkana í skjóli ofurmáttar síns til stjórn- arsamstarfs með kommúnistum. Er frá leið beittu kommúnistar miskunnarlausum of- beldisaðgerðum og stalinísku lögregluvaldi til þess að hrifsa öll völd í sínar hendur, og minnisstæðust er okkur ógnaröldin í Tékkóslóvakíu, þar sem Benes forseti var einangraður, og Jan Mazaryk lézt með vo- veiflegum hætti. Sama sagan gerðist í Pól- landi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlg- aríu, og óttuðust menn mjög, að sami harm- leikurinn gerðist í Frakklandi og á Ítalíu. Rússneska ógnin lá eins og mara á öllum Jjjóðum Vestur-Evrópu, og horfðust þær nú í augu við þá staðreynd, að Rússar áttu enn mikla og volduga heri og höfðu jafnvel eflt þá, meðan Vesturveldin höfðu afvopnazt. Vestur-Evrópa var því auðunnin bráð fyrir þá. Frjálsar þjóðir Vestur-Evrópu sáu og skildu ógnina. Sameiginlegt hernaðar- bandalag með þátttöku kjarnorkuveldisins, Bandaríkjanna, var eina lausnin til þess að tryggja mætti frið, frelsi og öryggi í þessum heimshluta. Norður-Atlantshafsbandalagið var stofn- að af tólf þjóðum þann 4. apríl 1949 í Wash- ington, D.C., en þeim fjölgaði á næstu ár- um í fimmtán. Norður-Atlantshafssamning- urinn er fremur einfaldur í sniðum, aðeins 14 greinar. Hefur hann því alls ekki staðið þeim margvíslegu breytingum, sem verið hafa á NATO, fyrir þrifum. Atlantshafs- bandalagið hefur mótazt og aðlagazt breytt- um kringumstæðum og tímum og í Jrví sambandi bendi ég á viðbúnað bandalagsins vegna hernáms Tékkóslóvakíu og sífelldra hótana Rússa um bein afskipti og valdbeit- STÚDENTABLAÐ 32

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.