Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 38

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 38
ÁRMANN SNÆUARR HÁSKÓLAREKTOR SPJALL A FULLVELDISDEGI I. Fullveldi er orð, sem heyrist tiltölulega sjaldan nú á tímum, oghefur þokað fyrir hugtakinu sjálfstæði. Þeim, sem áttu þroskaár sín fyrir síðari heimsstyrjöld, er þetta orð tamt og með þeim vekur það miklar endurminningar. Hugtakið var þá á hvers manns vörum, því að fullveldisviðurkenningin var undirstöðu- þáttur í þjóðréttarsamningnum um samband íslands og Dan- merkur frá 1918. Sá samningur var á þeim árum helzta umræðu- efni manna hér á landi, kostir hans og gallar, og þær skyldur og þau réttindi, er við fullveldið tengdust. Á þeim árum geisuðu enn deilur um það, hvort rétt hefði verið að bindast þessum samningi. Héldu ýmsir ágætir menn því fram, að íslendingar hefðu ekki fært sér til hlítar í nyt þá hagstæðu taflstöðu fyrir smáþjóðir, sem kom upp úr róti heimsstyrjaldarinnar. Sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða, réttur þeirra til að öðlast sjálfstæði og ráða sjálfar málum sínum til þrautar, var sá boðskapur, sem hafður var á oddi hjá bandamönnum. í kjölfar styrjaldarinnar risu ný ríki, þ. á m. Finnland og Tékkóslóvakía. Stjórnmála- stefnur voru smáþjóðum um margt í vil. Hér kom og annað til greina, sem varðaði Dani. Þeir lögðu hið mesta kapp á að fá Suður-Jótland að nýju og vildu mikið til vinna. Það mál hlutu þeir að sækja undir bandamenn, og andstaða við sjálfstæðisóskir Islendinga hefði vísast skapað Dönum örðugleika í málafylgju þeirra út af Suður-Jótlandi. Samningamenn íslendinga lögðu vitaskuld höfuðkapp á að fá viðurkenningu Dana á því, að ísland væri fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku svo og að sambandi þessu mætti segja upp eftir tiltölulega stutt árabil, sbr. 1. og 18. gr. samningsins. Vissulega var þetta veigamikið. Hinu verður ekki neitað, að sú viðurkenning var alldýru verði keypt. Þau ákvæði, sem íslendingar sættu sig verst við, var 6. gr. samn- ingsins, sem mælti fyrir um jafnrétti danskra ríkisborgara hér á landi á við íslenzka og gagnkvæmt. Það ákvæði ætla ég, að sé fágætt í skiptum ríkja á milli. Hér áttu og í hlut þjóðir með næsta mismunandi fólksfjölda, þar sem Danir voru þá sem næst þrjátíu sinnum fjölmennari en íslendingar. Ýmsum þótti og ísjár- vert, að Danir færu með utanríkismál í umboði íslendinga, sbr. 7. gr. samningsins. Uggði þá, að sú gæzla hagsmuna yrði ekki viðhlítandi, ekki sízt vegna ókunnugleika danskra embættis- manna á íslenzkum högum. Vera má, að sá uggur hafi stundum reynzt á rökum reistur, en hitt er jafnvíst, að ýmsir starfsmenn danskrar utanríkisþjónustu unnu vel og vinsamlega að íslenzkum málum. Loks stóð mörgum stuggur af hinum ströngu uppsagnar- ákvæðum 18. gr. samningsins. Þar var áskilið, að tillaga um nið- urfellingu samningsins væri samþykkt með atkvæðum 2/s liiuta alþingismanna í sameinuðu Alþingi. f almennum kosningum, sem efna bar til eftir að Alþingi liafði samþykkt tillöguna, skyldu y4 hlutar atkvæðisbærra manna taka þátt, og taldist tillaga ekki samþykkt, nema y4 hlutar þeirra gyldu henni atkvæði. Frumvarp til sambandslaga var samþykkt á Alþingi 7. og 9. september 1918 með öllum atkvæðum gegn einu í hvorri deild um sig (Benedikt Sveinsson og Magnús Torfason). í atkvæða- greiðslu kjósenda hinn 19. október s. á. var frumvarpið samþykkt með miklum yfirburðum, með 12411 atkvæðum gegn 999. í Rík- isþinginu danska var frumvarpið samþykkt óbreytt með 142 at- kvæðum gegn 35 (atkvæði íhaldsmanna). Vissulega voru samn- ingamenn íslendinga hyggnir menn og lagnir, og er vandmetið, hvort unnt hefði verið að ná hagstæðari kjörum í samningsgerð- inni en raun ber vitni. Einn samninganefndarmanna íslendinga er á lífi, Þorsteinn M. Jónsson, enn sístarfandi og ungur í anda. Viðurkenningin á fullveldi íslands 1918 var vitaskuld eftir- tekja af aldalangri baráttu íslenzkrar þjóðar fyrir sjálfstæði sínu, sem hún hafði glatað í reynd, en aldrei að réttum lögum eftir því sem forvígismenn íslendinga héldu fram. Frá pólitísku sjón- armiði skipti vitaskuld miklu þau straumhvörf, sem urðu í dönsk- um stjórnmálum í upphafi aldarinnar svo og þau alþjóðlegu við- horf um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti þjóða, sem áður er vikið að. Hér kemur einnig til annað atriði, sem ekki hefur verið gefinn gaumur sem skyldi. Á styrjaldarárunum fyrri urðu íslendingar um margt að gæta eigin mála sinna í skiptum við aðrar þjóðir án forsjár Dana. Við það vannst þeim reynsla, er færði þeim heim sanninn um, að þeir gætu séð sér farborða án liðsinnis Dana. Ný viðskiptasambönd knýttust og útsýn gaf til fleiri landa en þeirra, sem landsmenn höfðu áður haft mest skipti við. Reynslan frá Napoleonsstyrjöldunum hafði þegar sýnt, að Islendingum var ekki einhlítt skjól af Danmörku, er í harðbakka slær, og heimsstyrjöldin fyrri staðfesti það einnig. Þessi reynslubundnu viðhorf ýttu með mörgu öðru undir það að taka upp þráðinn, þar sem hann féll niður 1908 og semja um samband landanna tveggja með það fyrir augum að fá fullveldi íslands viðurkennt. II. Sambandslagatímabilið auðkenndist öðru fremur af því mikla pólitíska takmarki að segja upp sambandssamningnum á grund- velli 18. gr. hans og stofna lýðveldi á íslandi. íslendingar höguðu sér að mörgu leyti hyggilega og djarfmannlega, þegar tók til framkvæmdar laganna, og unnu stjórnmálalegt afrek með undir- búningi að stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Er ekki úr vegi á þessum minningardegi að drepa á fáein atriði, er hér skipta máli, benda á nokkrar vörður við veginn, er stefndi að lýðveldis- stofnun. Fyrst vil ég minna á, að þegar á Alþingi 1919 voru samþykkt lög, með stoð í 10. gr. sambandslaganna um stofnun Hæstaréttar íslands, sbr. lög nr. 22, 6. október 1919. Tóku þau gildi 1. janúar 1920, en fyrsta dómþing Hæstaréttar var háð 16. febrúar þ. á. Með stofnun Hæstaréttar hrepptu landsmenn eitt hið æðsta tákn fullveldisins, og það var í raun og sannleika þversögn að tala um fullveldi og setja þegnum landsins jafnframt þá kosti að sækja STÚDENTABLAÐ 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.