Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 39
rétt sinn til annars lands. Var stofnun Hæstaréttar íslands eitt
hið mesta heillaspor, sem stigið hefur verið á þessari öld. Til
starfa í þeim dómstól hafa valizt úrvalsmenn að þekkingu og
mannkostum. Dómstóllinn liefur unnið ómetanlegt starf í þágu
lands og lýðs og borið gæfu til að njóta virðingar og viðurkenn-
ingar íslenzkrar þjóðar.
Á Alþingi 1919 bar annað athyglisvert mál að höndum. I
stjórnarskránni frá 1915 var það ákvæði, að enginn skyldi njóta
kosningarréttar og kjörgengis til Alþingis, nema hann hefði búið
í landinu óslitið í 5 ár, áður en kosning fór fram. Góðu heilli
var samþykkt, að halda þessu ákvæði lítið breyttu í stjórnskip-
unarlögunum, sem þá voru sett til samræmis við ákvæði sam-
bandslaganna, en raunar voru skiptar skoðanir um þetta efni á
Alþingi. Álit samvinnunefndar í stjórnarskrármálinu, er fjallaði
um frumvarpið á Alþingi, hefur verulegt sögulegt gildi, og þykir
rétt að tilfæra eftirfarandi ummæli úr því: „Loks vill meirihlut-
inn láta þess getið, að sambandslögin hafi eigi verið samþykkt í
því skyni, að íslendingar skyldi láta nokkuð undan þokazt um
rétt sinn frá því, sem þar er ákveðið, heldur sé einsætt að neyta
réttinda sinna samkvæmt þeim hér í landi, svo sem fremst má,
og heldur styrkja en veikja, hvenær sem tækifæri gefst. Þau spor
viljum vér marka þegar á þessu fyrsta þingi, er háð er, eftir að
breyting er orðin á sambandinu." Þessi Jrróttmiklu orð mörkuðu
stefnuna glögglega, og ])au eru sígild einkunnarorð þessa tíma-
bils í heild sinni, sem nú tók við — tímabilsins frá fullveldi til
lýðveldis. Búsetuákvæðið í 29. gr. stjórnarskrár 18. maí 1920 var
ótvírætt nauðsynlegur varnagli vegna jafnréttisákvæðis 6. gr.
sambandslaga.
Samkvæmt 8. gx. sambandslaga skyldi Danir hafa á hendi
„gæzlu fiskveiða í íslenzkri landhelgi undir dönskum fána, þar
til ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að öllu
eða nokkru leyti, á sinn kostnað". íslendingar voru þeirrar skoð-
unar fyrir gildistöku sambandslaga, að landhelgisgæzla Dana
væri ekki viðhlítandi, og höfðu verið sett lög 55/1913 um stofn-
un landhelgissjóðs Islands, sbr. 1. 68/1928 um varðskip landsins
og skipverja þeirra o. fl. Landhelgisgæzla í höndum landsmanna
sjálfra gat sér fljótlega góðan orðstír, enda völdust ágætir menn
til skipstjórnar og skipsrúms. Þessi framvinda mála skipti í
reyndinni miklu máli og var eftir hætti helzta úrræðið til að
liamla gegn skefjalausum botnvörpuveiðum upp að ströndum
landsins. Varð þó ekki rönd við reist vegna Jress, hve landhelgin
var háskalega þröngt hafsvæði, að Jreirra tíma lögum.
í 7. gr. sambandslaga var fólgið, að ísland hefði sérstök utan-
ríkismál, þótt Danir færu með þau í umboði eða fyrir hönd
íslands. Skiptust ríkin brátt á sendiherrum, og var fyrsti danski
sendiherrann J. E. Böggild, skipaður í ágúst 1919, en fyrsti ís-
lenzki sendiherrann Sveinn Björnsson, í ágúst næsta ár. Jón
Krabbe var skipaður trúnaðarmaður í danska utanríkisráðu-
neytinu frá 1. des. 1918 samkv. 7. gr. sambandslaganna og gegndi
því starfi allt til 10. apríl 1940. Fiskifulltrúar voru sendir til
Spánar og Ítalíu, hinn fyrsti á árinu 1925. Þá voru og skipaðir
ráðunautar með þekkingu á íslenzkum málum við dönsk sendiráð
í Osló (1934), í Madrid (1936-1937) og í Berlín (1937-1940).
Allt var þetta mikils um vert, m. a. í Jdví skyni að Jjjálfa íslenzka
menn til starfa í þágu utanríkisjrjónustu. Hitt var einnig rnikil-
vægt, að nokkrir íslenzkir lögfræðikandídatar tókust á hendur
störf í danskri utanríkisþjónustu. Öfluðu Jreir sér með þeim
hætti þekkingar og Jrjálfunar. Gerðust þeir síðar flestir starfs-
menn íslenzkrar utanríkisþjónustu, og býr lengi að Jreirri gerð.
Fulltrúi var og í Stjórnarráðinu samfellt frá 1929, er hafði það
verkefni að starfa að utanríkismálum, en vísir að skrifstofu
um afgreiðslu utanríkismála varð fyrst til 1927. Þessi undanfari
allur skipti vissulega miklu máli, þegar til Jæss kom skyndilega,
að íslendingar hlutu að taka með öllu meðferð utanríkismála
í sínar hendur. Megum við minnast Jjess almennt, hve mikil-
vægt J;>að hefur reynzt fyrir okkur íslendinga að sækja J^jálfun
til stjórnsýslustarfa til danskra ráðuneyta svo og fyrirmynda að
uppbyggingu stjórnkerfis okkar og embættisfærslu. Er þess að
gæta, að stjórnsýslukerfi Dana var eitt hið fullkomnasta í Ev-
rópu. Er framlag Dana til þessara mála á landi hér veigamikið,
og hefur þessu atriði ekki verið gaumur gefinn að neinu ráði.
Enn eitt atriði er ástæða til að hugleiða, þar sem er ítrekuð
afstaða Alþingis um eindreginn vilja til að segja upp sambands-
samningnum. Kom afstaða Alþingis fyrst skorinort fram í svör-
um forsætisráðherra og talsmanna stjórnmálaflokka á Alþingi
við fyrirspurn Sigurðar Eggerz á Alþingi 1928. Þá má minna á
ályktun Alþingis 15. apríl 1937 um meðferð utanríkismála o. fl.,
sem samþykkt var samhljóða, þar sem ríkisstjórninni var falið
að undirbúa þá tilhögun á utanríkisþjónustunni, sem bezt kann
að henta, „er Islendingar neyta uppsagnarákvæðis sambandslag-
anna og taka alla meðferð málefna sinni í eigin hendur“, Þessar
afdráttarlausu yfirlýsingar reyndust mikilvægar síðar meir.
Hvorttveggja var, að hér var Jrjóðinni veitt leiðsögn og Dönum
jafnframt gert ljóst, hvert stefndi, svo að Jreir gátu með engu
móti farið í grafgötur um, að engan bilbug var á íslendingum
að finna. Stefnuyfirlýsingar stjórnmálaflokka og undirtektir
almennings á landi hér á fjórða áratugnum voru svo einarðar og
samhuga, að ekki gat orkað tvímælis, að samningaumleitanir
um endurskoðun laganna, sem boðnar voru í 18. gr„ hlutu að
verða árangurslausar, og voru Jdví nánast formsatriði eitt. Skipti
miklu að geta vísað til Jæssa vegna þess, er síðar gerðist.
Ályktanir Alþingis 10. apríl 1940 um æðsta vald í málefnum
ríkisins og um meðferð utanríkismála og landhelgisgæzlu voru
hyggilega orðaðar, og viðurkenndu Danir þá skipan, sem á komst
með Jreim ályktunum. Ályktanirnar 17. maí 1941 um sjálfstæðis-
málið og um æðsta vald í málefnum ríkisins eru þaulhugsaðar
og vandvirknislega úr garði gerðar. Lýsir Alþingi því þar, að
það telji að ísland hafi öðlast rétt til fullra sambandsslita, þar
39
STÚDENTABLAO