Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 42

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 42
Grágás og lögbækurnar (1923). Háskóli, sem á svo frjóum ung- um háskólakennurum á að skipa, er á framtíðarvegi, hvað sem fátæklegum umbúnaði um starfsemi hans líður. Fordæmi þess- ara tveggja ungu háskólakennara má vera kennurum háskólans sígild fyrirmynd. VI. A fullveldisdegi fyrir hálfri öld stofnuðu nokkrir kennarar við Háskóla íslands Vísindafélag íslendinga, sem starfað hefur æ síðan. Vísindafélagið hefur haldið reglulega fundi, þar sem fluttir hafa verið fyrirlestrar um vísindaleg efni. Á árunum 1930—1931 beitti það sér fyrir ýmsum sérfræðilegum athugun- um á aukinni menntun við háskólann. Voru samdar um það mál markverðar álitsgerðir, sem um var fjallað í háskólaráði og á Alþingi. Var þar m. a. lagt til, að hafin yrði kennsla hér við háskólann til fyrrihlutaprófs eða svipaðra prófa í verkfræði, náttúrufræði, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði, hagfræði og í ýmsum tungumálum. Þessar stórbrotnu tillögur náðu því miður ekki fram að ganga, en þær urðu kveikja að því, er síðar kom. Mikilvægasta framlag Vísindafélags íslend- inga er vafalaust útgáfustarfsemi þess, sem einkum hefur verið bundin við raunvísindi. Hafa ýmsar veigamiklar rannsóknir birzt í ritum félagsins, og ber þar væntanlega hæst hið mikla ritsafn um Heklugosið 1947. Milli Vísindafélagsins og háskól- ans hafa ávallt verið náin tengsl, og hefur skólanum og íslenzkri vísindastarfsemi verið mikill styrkur að starfsemi félagsins. Lýk ég nú þessum sundurleitu þönkum með því að árna Vísindafé- lagi íslendinga allra heilla á hálfrar aldar afmæli og læt í ljós þá von, að það megi styrkjast og eflast til markverðra verka. Ármann Snœvarr. BÓKIN 1918 í tilefni 50 ára afmælis fullveldis á ís- landi gefur Almenna bókafélagið út bók- ina 1918 eftir Gisla Jónsson, menntaskóla- kennara á Akureyri. — Árið 1918 leika margslungnir örlaga- þræðir um íslenzkt þjóðlíf. 1918 er ár hinna mestu hörmunga, en jafnframt rís það úr liðnum tíma, sem mesta sigurár íslenzkrar frelsisbaráttu. Þá rætist draumur kúgaðrar þjóðar, draumur, sem lifað hafði aldir nið- urlægingar og eymdar. Neistinn, sem varð að báli í brjóstum forystumanna þjóðar- innar, og funaði síðan með henni allri, hafði brennt allar brýr að baki, svælt af sér okið. — Bókin 1918 lýsir aðdraganda sam- bandslagasamningsins og rekur rás viðburð- anna hér á íslandi á því herrans ári 1918, sagt er frá Kötlugosi og spönsku veikinni. — Bókin 1918 er í stóru broti, 247 bls. og 16 myndasíður að auki. Félagsmanna- verð, sem einnig gildir gegn framvísun stúdentaskírteinis, er kr. 435,00. IflBTAL IIIB SIGBBB NBRBAL Fyrsti desember var fyrst haldinn hátið- legur 1922. Stúdentar höfðu forgöngu um það og helguðu sér með því daginn til frambúðar. Háskólaárið 1922—1923 var Sigurður Nordal rektor og fannst okkur rétt að spyrja hann um upphaf þessara tiltekta. Þess er þá fyrst að geta, að stúdentaráð komst á laggirnar 1920 og eru reglur um það prentaðar í Árbók fyrir 1920—1921. í þeirri Árbók er félagsskapar stúdenta getið í fyrsta sinn. En frá 1920 fara stúdentar að láta ýmis nauðsynjamál til sín taka, og má geta um, að Mensa academica tók til starfa 9. nóvember 1921 og þá var bráðlega efnt til fjársöfnunar til þess að reisa stúdenta- garð. í rauninni var hugmyndin um að efna til hátíðahalda 1. des. liður í þessari starfsemi, því að höfuðtilgangurinn var að græða eitthvað að marki fyrir garðinn. Þó að stúdentar væru ekki fjölmennari á þessum árum en liðlega 100, var þetta dá- lítill hópur, sem fór sífjölgandi. En mest var komið undir, að einhver forystumaður fylkti þessu liði til sóknar. Af því að fólk er á þessum tímum hraða og hraðfara breyt- inga fljótt að gleyma, langar mig til þess að geta eins manns, sem íslenzkir stúdentar ættu að muna og minnast. Það er Ludvig Guðmundsson. Ludvig lauk stúdentsprófi 1917, var þrjú ár í Höfn, stundaði náttúrufræði og tók undirbúningspróf í efnafræði og eðlisfraaði. En 1920 hvarf hann heim og hóf nám í guðfræði og seinna í læknisfræði. Ekki lauk hann prófi í þessum greinum og gerðist því miður ekki kirkjunnar þjónn, þó að vafa- laust hefði munað um hann sem hermann drottins, ef hann hefði gengið þar fram fyrir skjöldu. En það er skemmst að segja, að með tilkomu Ludvigs má telja, að tíma- mót verði í íslenzku stúdentalífi. Undan hans rifjum var runnin stofnun stúdenta- ráðs, að koma upp Mensu og efna til þess að reisa stúdentagarð. Hann fylgdi hug- myndum sínum eftir af miklum dugnaði. Meðal annars stofnaði hann Upplýsinga- skrifstofu stúdenta og stjórnaði henni 1921 -1927. Stúdentaráð skrifaði háskólaráði bréf, dagsett 23. október 1922, nm að gera full- veldisdaginn að sérstökum hátíðisdegi við STÚDENTABLAÐ 42

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.