Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 44

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 44
Ivar Eskeland: ATHS. RITNEFNDAR Það skal tekið fram, að ritnefnd Stúdentablaðsins fór þess á leit við Ivar Eskeland, forsöðumann Norræna hússins, að hann skrifaði grein í blaðið undir heiti okkar „Glöggt er gests augað". Það vill gjarna verða svo, að því yngri og minni, þ. e. a. s. fámennari, sem þjóð er, þeim mun hörundssárari er hún gagnvart gagnrýni utan að, þeim mun sprengfyllri er hún af minnimáttarkennd — sem er óskiljanleg þeim, sem álengdar standa. Við Norðmenn höfum lengi verið einstaklega viðkvæmir að þessu leyti. Við erum líka ung þjóð. Nú erum við kannski smám saman farnir að gera okkur ljóst, að ónær- gætni og ruddaskapur utan að er allt annað en meðvituð, raungild, gagnrýni, sem sprott- in er af jákvæðum áhuga og velvilja. Út af fyrir sig felst engin neikvæð gagn- rýni á Islendingum af minni hálfu í þeirri staðreynd, að mér finnst rétt að leggja áherzlu á það þegar í upphafi, að ég hef verið rækilega hvattur til að skrifa þessar léttvægu hugleiðingar um viðhorf gestsins til íslenzks þjóðfélags. Mér finnst líka nauðsynlegt að leggja áherzlu á, að ég skrifa þessi orð um Islend- inga con amore. Mér hefur lærzt, bæði úr fjarlægð og nú upp á síðkastið á skömmu færi, að fá mjög miklar mætur á nálega öllum þeim íslend- ingum, sem mér hefur veitzt sú ánægja að hitta. Og þeir eru orðnir margir. Það merkir hins vegar ekki, að mat mitt á íslendingum og íslenzku þjóðfélagi sé í öllum atriðum samhljóma þeirra eigin mati. Þá væri ekki heldur neitt um að skrifa. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir greiðar flugsamgöngur sé áber- andi munur á lífsstíl og hugsunarhætti nú- tíma íslendinga og þjóða á öðrum Norður- löndum. Það þarf ekki að vera íslendingum til lasts, ef niðurstaða mín er rétt. Islend- ingar verða sjáliir sem fullvalda þjóð að velja sér sinn eigin lífsstíl — og eru reyndar löngu búnir að því. Það sem útlendingur sér kannski skýrar en Islendingur er, að ákveðnir drættir í myndinni af íslendingn- um eiga mjög lítið sammerkt með þeirri mynd, sem íslendingar gera af sér sjálfir. Ég skal nefna eitt eða tvö dæmi. í íslenzkum kynningarkvikmyndum fyr- ir ferðamenn segir, að „the Icelanders are a hard-working people“. Og það sem er verra: maður fær það mjög sterkt á tilfinn- inguna í samtölum við íslendinga, að þessi skoðun á þeim sé afar útbreidd og algild. Hvar í ósköpunum hafa menn orðið sér úti um þessa skoðun? Nú er ég búinn að vera hér og njóta mín í íslenzku umhverfi einmitt meðal annars vegna þess, að ég hef aldrei á ævinni komizt í tæri við fólk, sem í nándarnærri jafnríkum mæli tekur lífinu, tilverunni og vinnunni með ró. Næstum upphafinni ró — í heimi, sem er á góðum vegi með að ganga af sjálfum sér dauðum í ofsafengnu og sívaxandi óðagoti. í Eng- landi lengja skrifstofustúlkurnar vinnudag- inn sjálfviljugar um hálftíma; á íslandi eru menn „í mat“, eða þegar bezt lætur „í kaffi“. Ég hef tekið hinn undraverða skort á hraða og vinnuafköstum sem eina af mörg- um sönnunum þess, að Island liggi enn sem fyrr víðsfjarri meginlöndum Evrópu og Ameríku, já, jafnvel fjarlægðin frá Noregi er að þessu leyti feikileg. Sá dagur þegar íslendingar fara að deyja af stressi eða streitu verður merkisdagur í íslandssög- unni. Hamingjusama íslenzka þjóð! Eða hvað? Þessa dagana hrapar verðgildi krónunnar enn einu sinni — niðrí slíkt lágmark að notast verður við smásjá til að koma auga á það. Hvað gerir Islendingur- inn? Ja, enn sem komið er hefur útlendingi ekki hlotnazt sú náð að uppgötva það. Eitt virðist öruggt: íslendingurinn tekur lífinu með sama jafnaðargeði og áður. Vilji menn kynna sér forlagatrú, er ísland rétti staður- inn til þess. Útlendingi kemur það svo fyrir sjónir, að hér sé um að ræða kynlega ósamkvæmni; en það getur vitaskuld alveg eins verið ein af hinum óráðnu gátum. Ég skal reyna að skýra með nokkrum dæmum hvað fyrir mér vakir: Skandínavar saka gjarna íslendinga um að vera „ameríkaníséraðir". Það er svo stórkostleg lygi, að maður gæti freistazt til að halda, að hún væri made in U.S.A. Ef nokkurt norrænt ríki er „ameríkanísérað“, þá er það Svíþjóð. Gildasti þátturinn í „the American image“ eða „the American way of life“ er nefnilega ekki kókakóla eða doll- aragrín, heldur ákaflega mikill vinnuhraði, skipulagsgáfa og afköst. Það er Ameríka fremur en nokkuð annað. En það getur varla talizt vera ísland. Sem betur fer eða illu heilli, allt eftir því hvernig á málið er litið. Menn láta sem íslendingar séu alveg óvenjulega virkir í stjórnmálum. Það hlýt- ur að vera enn ein lygin. Ég hef að minnsta kosti aldrei rekizt á annað eins aðgerðaleysi andspænis og í miðri efnahagskreppu af STÚDENTABLAÐ 44

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.