Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 51

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 51
verði forsenda þess, að þeir geti stundað nám við skólann. Hluti skráningargjalds rennur til Félagsstofnunar, en annað til stúdentaráðs, og greiðist með þeim hluta stúdentaskírteini, og svo í prófgjaldasjóð. Skráðir stúdentar munu nú vera um 1250. Ýmisleg tiltínsla: Fyrir 37 árum var fyrst rætt um kennslu í náttúrufræðum við háskólann, og hefur sú umræða nú orðið að veruleika. Sá ann- rnarki er þó á, að kennslan er fyrst og fremst miðuð við’ þarfir gagnfræðaskóla á kennslu í þessum greinum. Forstöðu deildar þessar- ar, sem telst hluti verkfræðideildar, veita þeir prófessorar Jóhann Axelsson og Sig- urður Þórarinsson. Sendikennarar Norðurlanda hafa fengið aðstöðu í Norræna húsinu. Lagadeild átti 60 ára afmæli 1. október síðastliðinn. Alls hefur deildin brautskráð 546 kandidata. Endurskoðun fer nú loks fram á tilhögun deildarinnar, en við reglu- gerð hennar hefur lengi lítitð verið hreyft, þó mikil þörf væri á, að sumra mati. Húsnæðisvandræði skólans eru alkunna. Flestar ef ekki allar deildir hafa hrtsnæði langt undir lágmarksþörfum. Árnagarður, sem leysa mun nokkuð úr, varð ekki tilbú- inn í haust, en vonir standa til, að það geti orðið að ári. Nefndi rektor í ræðu sinni, að helzt úrbóta væri lesstofa, sem tann- læknanemar hetSu fengið, og u. þ. b. 35 sæta viðbót við lesrými læknanema. Fékkst síðarnefnda rýmið með því a, þrengja að líffærasafni skólans. Geigvænlegur er einnig skortur á aðstöðu til vélritunar og fjölritunar svo og bóka- skortur. í lok ræðu sinnar benti rektor m. a. á, að góður háskóli væri aukin menning, og ör- ugg sókn til bættra lífiskjara. Þjóðin þyrfti Jrví að vera í betra sambandi við skólann og liafa Jrað á tilfinningunni, aS þetta væri þjóðskóli. Stúdentafélagið: Kosið var til stjórnar Stúdentafélags Há- skólans laugardaginn 14. október síðastlið- inn. Tveir listar komu fram eins og áður, A, sem hlaut 420 atkvæði og 4 menn kjörna, og B, sem hlaut 410 atkæði og 3 menn kjörna. Kjörsókn var dræmari en við hefði mátt búast. Kjördegi lauk með öflugum kvöldfagnaði listanna í Tjarnarbúð. For- maður félagsins nú er Ólafur G. Guð- mundsson stud. med. Gleðileikir: Stúdentafélagið gekkst fyrir Rússagildi hinn 17. október síðastliðinn í samkomu- húsinu Sigtúni. Magister bibendi var Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður, en ræðu kvöldsins flutti Skúli Thoroddsen læknir. Haraldur Blöndal stud. jur. gaf rússum hollráð, en af þeirra hálfu svaraði Jón Bald- ursson stud. jur. Kváðu rússar hafa staðið sig allbærilega. Af öðrum skemmtunum má nefna hin sívinsælu Garðsböll og árshátíð Garðanna, vetrarfagnað, sumarfagnað og fullveldis- fagnað 1. desember, þar sem Jónas Árna- son alþingismaður l'lutti ræðu. Á hátíða- samkomu þann dag í hátíðasal skólans tal- aði Sigurður A. Magnússon um efnið: Is- land á alþjóðavettvangi. Áttadagsgleði var haldin í Auðkúlu að Jressu sinni og þótti vel takast. Fundir og listkynningar: S.F.H.I. gekkst fyrir allmörgum fundum og listkynningum með ýmsu sniði, en í heild var félagsstarfsemi þess talsvert mikil. Voru fundir bæði fyrir stúdenta eina svo og stærri almennir fundir. Erlendir fundargestir voru m. a. Johan Galtung, forstöðumaður friðarrannsóknar- stofnunar í Osló, og Reiulf Steen, vara- forrn. norska verkamannaflokksins. Fundir fyrir stúdenta eina voru m. a. um varnar- málin og Vietnamstyrjöldina, en meðal al- mennra funda má telja fund um ísland og markaðsbandalögin, um Grikklandsmálið, framhaldsmenntun á íslandi og ráðstefnu um ísland og þróunarríkin. Nokkrir inn- lendir fundargestir komu á fund stúdenta, skák- og bridgemót voru haldin og efnt til svonefnds „Þjóðabandalags" (eftir frægri stofnun) með erlendum stúdentum við H. í., svo nokkuð sé nefnt. Bókmennta- og listkynningarnefnd skil- aði miklu starfi. Reglulegar tónlistar- og bókmenntakynningar voru haldnar. M. a. má nefna kynningu á verkum Nóbelsverð- launahafans Asturias, kynning á Per Olof Sundman, sem Ólafur Jónsson bókmennta- gagnrýnandi sá um, og kynningu á Re- quiem eftir Verdi, sem dr. Róbert A. Ott- ósson sá um. Leikhúsferðir voru farnar m. a. á Tíu tilbrigði Odds Björnssonar, Jiar sem leikstjóri og leikarar ræddu verikð við stúdenta að leik loknum. Stúdentablað kom nokkrum sinnum út. Stjórn félagsins sendi frá sér nokkrar ályktanir m. a. um ráðstefnu Nato í Há- skólanum, Grikklandsmálið, flokksræði og Tékkóslóvakíuinnrásina. Ekki er hægt að minnast ógrátandi á Jrað, hversu takmarkaðan áhuga stúdentar sýna ofantöldum liðum í félagsstarfsemi síns eig- in félags. Hvernig væri að stúdentar færu nú að mæta? Stúdentaakademía: Á árinu var sett á stofn svonefnd Stúd- entaakademía innan S.F.H.Í. Skal akadem- ían veita árlega heiðurstákn, Stúdenta- stjörnuna, íslenzkum manni fyrir framúr- skarandi starf á sviði vísinda, mennta eða lista, í fyrsta sinn 1. desember 1968 á fimm- tíu ára afmæli fulleldis íslenzku þjóðarinn- ar. Er Jrað von manna, að akademían eigi eftir að vinna gott starf og auka á hróður stúdenta. Stúdentakórinn: Mikil gróska er nú í starfi kórsins eftir Finnlandsför í hitteðfyrra og hugur góður í félögum, en talsvert hefur orðið um mannaskipti í kórnum. Mikill ávinningur er af starfi kórsins fyrir Háskólann, en kórnum stjórnar Jón Þórarinsson tónskáld. Stúdentaróð: Stúdentaráðskosningar fóru fram í apríl síðastliðnum. Formaður var kosinn Hösk- uldur Þráinsson stud. philol., en varafor- maður Guðjón Magnússon stud. med. Með- al mála, sem hrundið var í framkvæmd á starfstíma fráfarandi stjórnar, má nefna Félagsstofnunina, en 16. apríl síðastliðinn samþykkti Aljringi sem lög frumvarpið um Félagsstofnun stúdenta við H.í. Auk þess má nefna aðgerðir í lánamálum, og nokkur skriður komst á félagsheimilismál. Náms- kynning var og haldin á vegurn ráðsins í marz, svo sem venja er. Hin nýja stjórn stúdentaráðs hefur eins og sú fyrri verið allumsvifamikil. Fulltrúar á norrænni formannaráðstefnu í júní voru Jaeir Höskuldur Þráinsson og Guðjón Magnússon, en ráðstelnan var haldin í Fær- eyjum. Auk Jress sóttu íslenzkir stúdentar erlendis nokkrar ráðstefnur í haust í sam- ráði við utanríkisnefnd. Þrír fulltrúar S.H.f. og þrír frá S.F.H.Í. sóttu heim aðal- stöðvar NATO í Briissel í september. Að sögn tókst ferðin vel. Utanríkisnefnd sam- Jrykkti og harðorðar ályktanir vegna atburð- anna í Tékkóslóakíu, og voru þær sendar stúdentasamtökum innrásarríkjanna, en ályktun, Jaar sem lýst var samstöðu með Tékkum, send til viðkomandi aðila. Menntamálanefnd hefur m. a. staðið í út- gáfustarfsemi og undirbúið stúdentaþing. Hagsmunanefnd hefur getað aflað allmik- illa fríðinda á árinu, auk þess sem nefndin hefur fylgzt með framkvæmdum í barna- heimilismálinu. Stúdentaþing: Stiidentajaing, annað í röðinni, var hald- ið 24. og 25. ágúst síðastliðinn. Aðalefni Jaingsins var að þessu sinni menntamál. Stúdentajaing er, sem kunnugt er, eini vett- vangur allra íslenzkra háskólastúdenta. Þingið sendi frá sér ýtarlegar ályktanir um menntamál, m. a. um Jaátttöku stúdenta í stjórn H.Í., um veitingu kennaraembætta við H.Í., samband stúdenta og kennara, próf við háskólann og rannsóknarhlutverk hans svo eitthvað sé nefnt. Forseti þingsins var Sven Þ. Sigurðsson. Er Jrá lokið þessum Háskólaannál. 51 STÚDENTABLAD

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.