Fréttablaðið - 24.09.2009, Side 33

Fréttablaðið - 24.09.2009, Side 33
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 3vísindavaka ● fréttablaðið ● Sprengigengið frá Háskóla Íslands kemur fram á Vísinda- vöku 2009 en það saman- stendur af efnafræðingum og nemendum úr raunvísinda- deild skólans. „Þeir sem hafa gaman af flugeld- um ættu að hafa gaman af þessari sýningu,“ segir Sigurður Smára- son, dósent í efnafræði við Há- skóla Íslands og yfirbrellufræð- ingur Sprengigengisins sem ætlar að sýna listir sínar í Hafnarhúsinu í kvöld í tilefni af Vísindavöku. „Þessar efnabrellur, eins og að láta vökva skipta um lit og svo ljós- blossarnir og sprengingarnar, eru hrein og klár vísindi,“ segir hann ákveðinn og vill ekkert kann- ast við að töfrar kom þar nokkuð nærri. „Þetta er hins vegar töfrum líkast.“ Hann segir sýningar sem þessar tíðkast í háskólum um víða veröld. „Þar sem ég lærði, við Tufts-há- skóla í Boston, voru þetta regluleg- ir viðburðir, enda vekja sýning- ar af þessu tagi alltaf mikla kát- ínu áhorfenda. Þegar ég hóf störf við HÍ árið 2006 höfðu efnabrellu- sýningar legið niðri um nokkurt skeið og því er tilvalið að endur- vekja þær, enda hafði ég þá verið með slíkar sýningar hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2003.“ Er þetta þá ef til vill liður í að koma Háskóla Íslands í hóp þeirra 100 bestu, svona ákveðinn staðall? „Nei, nei,“ segir Sigurður og hlær. „Þetta er fyrst og fremst til gam- ans gert og að kynna efnafræði og vísindi fyrir almenningi.“ En hverjir eru í Sprengigeng- inu? „Það eru bæði núverandi og fyrrverandi nemendur í efnafræði. Þetta er svo skemmtilegt að sumir geta bara ekki hætt. Við erum enda öll pínulitlir prakkarar í okkur,“ viðurkennir Sigurður. Hann segir sumar sprenging- arnar það öflugar að fólki kunni að bregða en annars sé þetta sýn- ing fyrir alla fjölskylduna. „Ég get lofað tilkomumikilli sýningu en þær verða þrjár um kvöldið í Hafnarhúsinu. Ég get ekki sagt frá öllu en í hverju atriði verður eitthvað sem kemur á óvart.“ - uhj Sprengingar og ljósa- brellur töfrum líkastar Sigurður til vinstri ásamt Sprengigenginu sem sýnir listir sínar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Háskóli Íslands og Þjóðminjasafn Íslands kynna fornleifauppgröft sem farið hefur fram á Skriðu- klaustri í Fljótsdal frá árinu 2002. Grafnar hafa verið upp rústir klausturs sem þarna stóð og einn- ig rústir kirkju, og nær uppgraft- arsvæðið nú yfir um 900 fermetra. Mikið magn gripa hefur komið upp sem gefur mikilvægar upp- lýsingar um starfsemi í klaustr- inu. Auk þess hafa verið grafnar upp rúmlega 150 beinagrindur. Beinagrindurnar geta gefið mikl- ar upplýsingar, meðal annars um heilsufar Íslendinga fyrr á tímum og starfsemi klaustursins en talið er að sjúkir hafi leitað til klaust- ursins og fengið aðhlynningu þar. Nauðsynlegt er að skrá vandlega allar upplýsingar úr uppgreftin- um og er tölvuteiknun á beina- grindunum hluti af því. Á Vísindavöku gefst almenn- ingi tækifæri á að setja sig í spor fornleifafræðings og teikna beina- grind frá Skriðuklaustri í tölvu og prenta út. Viltu teikna beinagrind? Rúmlega 150 beinagrindur hafa verið grafnar upp en þær geta varpað miklu ljósi á heilsufar Íslendinga. ● TÖLUÐ SKILABOÐ ÚT UM ALLT Viltu tala inn á Facebook? Viltu tala SMS-skeyti í stað þess að skrifa það? Viltu senda ömmu töluð skilaboð í heimasímann? Á Vísindavöku kynnir Amivox farsímatækni sem gerir notendum kleift að senda töluð skilaboð í stað texta. Með Ami- vox er loksins hægt að spjalla milli landa á ódýran hátt, námsmenn er- lendis geta sent skilaboð og hringt ódýrt heim til fjölskyldunnar ásamt því að geta spjallað við vinina, hvar sem er og hvenær sem er. Amivox er hægt að nota allstaðar, í tölvu, í farsíma eða jafnvel bara í gamla snúrusímanum! Á Vísindavöku mun Mentor kynna Námsframvindu sem er ný og öflug eining í námsmati fyrir grunnskóla. Markmiðið með einingunni er að styðja við faglegt starf kenn- ara og stuðla að auknu upplýsinga- flæði skóla til foreldra og nem- enda. Í einingunni eru sett fram ný ferli og þekking sem gera skóla- stjórnendum, kennurum, foreldr- um og nemendum kleift að fylgjast með námsframvindu og fá í hend- ur lykiltölur um stöðu nemandans í náminu. Skólar og fræðsluyfirvöld á Ís- landi geta nýtt sér verkfærið til að bæta árangur og þar með stuðla að öflugri skólum, aukinni hæfni og vellíðan nemenda. Námsframvinda styrkir Mentor- kerfið enn frekar; það er nú notað í rúmlega 800 skólum í þremur löndum. Fylgst með námsframvindu Námsframvinda gerir kennurum, for- eldrum og nemendum kleyft að fylgjast með námsframvindu. NORDICPHOTOS/GETTY ● KORT AF HAFSBOTNI OG KÓRALLAR Á Vísindavöku mun Hafrannsóknastofn- unin kynna kortlagningu hafsbotnsins, bæði gerð botnkorta sem sýna nákvæma mynd af neðansjávarlands- lagi við Ísland og kortlagningu lífríkis á hafsbotninum. Sýnt verður hvernig dýptarkort sem gerð eru með fjölgeisla- mælingum nýtast við rannsóknir á kóralsvæðum. Einnig verða sýndar lifandi myndir af kóralsvæðum sem fundust í sumar hér við land. ● SENSORX – ENGAR ÁHYGGJUR, ENGIN BEIN! SensorX-vélin frá Marel verður til sýnis á Vísindavöku, en hún beitir röntgen- tækni til að finna bein í kjúklingakjöti. Vélin hefur slegið í gegn og hafa nokkrir af stærstu kjúklingaframleiðendum í Bandaríkjunum og Evrópu tekið vélina í notkun til þess að tryggja öryggi í vöruframboði sínu. SensorX stendur öllum öðrum beinleitarkerfum framar og er nú svo komið að viðskiptavinir þessara kjúklingaframleiðenda – þar á meðal þekktustu skyndibita- og verslunarkeðjur heims – fara nú fram á að SensorX-vélin sé notuð í framleiðslu á vörum fyrir þá. Vélin er enn eitt dæmið um þá nýsköpun sem liggur til grundvallar starfsemi Marels og sem gerir það að verkum að fyrirtækið er nú í farar- broddi á alþjóðavísu í framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir matvælavinnslu. Á vegum Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum hafa verið ofin mörg gagnasöfn sem nýtast mönnum í leik og starfi. Á Vísindavöku verða nokkur þeirra kynnt þar sem gestir geta leitað svara með aðstoð vísindamanna. Hver kannast ekki við óvissu um málnotkun, beygingu, merk- ingu og hver orti hvaða vísu? Er til dæmis gott mál að segja húsið opnar klukkan tólf? Hvernig er kvenmannsnafnið Ýr í þágufalli? Hver er skilgreiningin á vanmeta- kennd? Eftir hvern er vísan Ap., jún., sept., nó(v) … og hvernig var hún upphaflega? Svörin við þessum spurning- um og fleirum eru ofin í gagna- söfn stofnunarinnar sem finna má á heimasíðunni www.arnastofn- un.is. og verða kynnt á Vísinda- vökunni. Vefnaður Árnastofnunar ● UNGUR VÍSINDAMAÐUR KYNNIR LÍKAN AÐ GERVITAUG Kári Már Reynisson, 17 ára, tók nýverið þátt í Evrópukeppni ungra vísinda- manna í París ásamt um 150 öðrum ungmennum. Háskóli Íslands sá um skipulag keppninnar hér á landi. Verkefnið sem Kári kynnti snýst um að skapa líkan af því sem hann telur mögulega byggingu á eiginlegri gervitaug, eða búnaði sem getur leyst taugar af. Núverandi líkan miðar við ytra taugakerfið og snýst um þann hluta gervitaugarinnar sem hann kallar móttakara. Móttakarinn sér um að lesa úr boðunum frá tauginni sem gervitauginni hefur verið komið fyrir á og er takmarkið að hún geti lesið boð frá stökum taugaþráðum eða að minnsta kosti boðið upp á betri upplausn á skynjun taugaboða en nú- verandi tækni, sem til dæmis byggir á rafskautum. Líkanið byggir á þekkingu frá ýmsum fræðisviðum og getur teygt anga sína víða, aðallega undir tauga- fræði, nanótækni og lífefnafræði. Árnagarður, Stofnun Árna Magnússonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kári Reynisson. MYND/KRISTINN INGVARSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.