Fréttablaðið - 24.09.2009, Side 34

Fréttablaðið - 24.09.2009, Side 34
 24. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vísindavaka Þorsteinn Vilhjálmsson, próf- essor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og ritstjóri Vísinda- vefsins, ætlar að leyfa fólki að spyrja hann um allt sem við- kemur vísindum í daglegu lífi á Vísindavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. „Fólk hefur mjög mikinn áhuga á vísindum almennt en Vísindavef- urinn fær daglega um tuttugu til þrjátíu fyrirspurnir um allt mögu- legt,“ segir Þorsteinn Vilhjálms- son sem verið hefur ritstjóri frá því að vefurinn var stofnaður árið 2000. „Frá upphafi hafa bæði fyr- irspurnirnar orðið fleiri með hverju árinu sem og aðsóknin. Nú eigum við góðan gagnagrunn 8.000 fyrirspurna og svara frá fræðimönnum innan Háskóla Íslands.“ Að sögn Þorsteins eru unglingar duglegast- ir að spyrja Vísinda- vefinn. „Áhuginn er að öðru leyti mjög al- mennur og sýnir að al- menningur hefur áhuga á umfjöllun um vísindi. Fólk hefur mjög gaman af því að pæla. Fjölmiðlar ættu því ef til vill að sinna þessum málaflokki betur.“ Eðlisfræðiprófessorinn segir að á sviðinu í Hafnarhúsinu muni hann hafa með sér tvo aðstoð- armenn sem hægt sé að leita til hafi hann ekki svörin við spurningum áheyrenda á reiðum hönd- um. Hann getur hins vegar ekki leitað til neins þegar blaðamaður ákveður að punda á hann fimm spurning- um úr nýlegum grein- um á Vísindavefnum. „Á ég bara að svara núna?“ spyr ritstjórinn. „Já, já, bara núna,“ segir blaða- maður hlæjandi og setur sig í spor áheyranda í Hafnarhúsinu. - Þekktist tannpína á meðal Forn- Grikkja? „Já, það er engin ástæða til að ætla annað.“ (Rétt) - Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum? „Það eru fleiri konur.“ (Rétt) - Á hvaða breiddargráðu er Ís- land? „Reykjavík er á 64,07 sirka og Ísland spannar svona rúmlega 3 til 5 gráður.“ (Rétt) - Hvað er vinsælasta íþrótt í heimi? „Ætli við skjótum ekki á fótboltann.“ (Rétt) - Hver er mannskæðasti sjúkdóm- ur á jörðinni? „Nokkrir, svo sem malaría, berklar og inflúensa.“ (1/2 stig, líka hjarta- og æðasjúk- dómar). - uhj Fólki finnst gaman að pæla Þorsteinn Vilhjálmsson ætlar óhræddur að sitja fyrir svörum um vísindi í daglegu lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● LOFT, VATN, SNJÓR, JÖKLAR, JÖRÐ OG HAF Veðurstofa Íslands kynnir mikilvægan gagnagrunn á Vísindavöku sem mælir og safnar í gagnagrunn upplýsingum um vatn, loft, jörð og hafið við Ísland. Gögnin eru notuð til rauntímavöktunar á nátt- úruvá og í veðurspárgerð, til þess að spá fyrir um snjóflóð, sjávarflóð og flóð í ám, og til rannsókna á veðurfari, vatnafari, eldfjöllum og jarðskjálftum sem starfsmenn stofnunarinnar og vísindamenn um allan heim stunda. Enginn birtir meira af upplýsingum um náttúrufar til almennings á hverjum degi í gegnum fjölmiðla og vef stofnunarinnar. Þetta er gert til þess að auka öryggi borg- aranna og hagkvæmni í atvinnu- starfsemi í landinu. ● HVAÐ ER Í MATNUM ÞÍNUM? Veist þú hvað maturinn sem þú borðar inniheldur? Hjá Matís er haldið utan um öflugan gagnagrunn um innihald í matvælum. Þar getur þú skoðað úr hvaða mat þú færð mest af kalki og borðir þú þann mat sem inniheldur mest af kalki minnka líkurnar á beinþynningu. Ertu kannski lyftingakappi og vilt vita hvernig má fá sem mest af prótíni úr fæðunni? Hleypur þú mikið og vilt vita hvar þú getur náð þér í mikið af C-vítamíni? Á heimasíðu Matís, www.matis.is, er hægt að fá upplýsingar um meira en 1.100 fæðutegundir og hvað er í þeim að finna. Er ekki kominn tími til þess að taka heilsueflinguna föstum tökum og vita hvað er í matnum sem við borðum? Í bás Matís á Vísindavöku 2009 verður kynning á gagnagrunni um innihald matvæla. Sjá www. hvaderimatnum.is. Dagskrá Vísindavöku 2009 Þátttakendur og viðfangsefni Opnun Vísindavöku kl. 17.00 Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís býður fólk velkomið Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnar Vísindavöku 2009 Afhending verðlauna fyrir teiknisamkeppni barna „Vísindamaðurinn minn og vísindi í daglegu lífi “ 25. september kl. 17.00 – 22.00 Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Amivox Amivox fl ytur röddina þína hvert sem er Einkaleyfastofan Uppfi nningar og einkaleyfi Hafrannsóknastofnun Kort og kórallar: Kortlagning hafsbotnsins og lífríki hans HÍ - Danska Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970 HÍ - Efnafræði Efnafræði himingeimsins HÍ - Hagnýt menningarmiðlun Ástin á tímum afa og ömmu HÍ - Íþrótta- og heilsufræði Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða HÍ - Japanska Japanskt mál og menning HÍ - Jarðskjálftaverkfræði Jarðskjálftinn í Ölfusi 29. maí 2008 HÍ - Jarðvísindi Samsætur og ummyndun bergs á jarðhitasvæðum HÍ - Ungir vísindamenn Líkan að gervitaug HÍ - Náttúrufræðimenntun Rannsóknarhópur í náttúrufræðimenntun HÍ - Kínverska Konfúsíus á Íslandi HÍ - Líffræði HÍ - Læknisfræði Undur innra eyrans HÍ - Mannfræði HÍ - Málvísindi „Oft má á máli þekkja...“ HÍ - Rafmagnsverkfræði Tesla-spóla HÍ - Næringarfræði Er orkan í lagi hjá þér? HÍ - Lyfjafræði Hvað er „lyf“ og hvernig er nýtingin á lyfjum og fjármunum til lyfjakaupa hér á landi? HÍ - Hjúkrunarfræði Hjúkrun og heilsa HÍ - Sálfræði Heili, hugur og skynjun HÍ - Sjúkraþjálfun Þjálfun fyrir lífi ð HÍ - Raunvísindadeild Sprengjugengið! HÍ - Stofnun fræðasetra Háskólinn og hafi ð: sjófuglar og sjávardýr HÍ - Vélaverkfræði HÍ - Vísindavefur Veit Vísindavefurinn allt? HÍ - Þjóðfræði og safnafræði HÍ og Þjóðminjasafn Íslands - Fornleifafræði Viltu teikna beinagrind Háskólinn á Akureyri Ránargull og aðrar gersemar Háskólinn á Bifröst Rannsóknir í Norðurárdal Háskólinn á Hólum Hestavísindi Háskólinn í Reykjavík Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólinn í Reykjavík Lagadeild Háskólinn í Reykjavík Tækni- og verkfræðideild Háskólinn í Reykjavík Tölvunarfræðideild og Eff2 Háskólinn í Reykjavík Viðskiptadeild Hið íslenska náttúrufræðifélag Náttúrufræðingurinn Hjartavernd Leitin heldur áfram: Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR Jarðfræðikortagerð á ÍSOR Kvika - Þekkingarsetur Náttúra og mannlíf við heimskautsbaug Landbúnaðarháskóli Íslands Máttur moldarinnar Landgræðsla ríkisins Að breyta lofti Landspítalinn Fagmennska - Jafnræði - Virðing - Öryggi - Þekking Listaháskóli Íslands - Hönnun og arkitektúr Íslensk sjónabók Listaháskóli Íslands - Tónlistardeild Tónsmíðaforritið CALMUS Lífsmynd Nýsköpun - Íslensk vísindi - Ný þáttaröð í Sjónvarpinu Marel Gæðaskoðun matvæla með röntgentækni Marorka Orkustjórnun fyrir skip Matís Okkar rannsóknir - allra hagur! Mentor Aukinn árangur í skólastarfi Náttúrufræðistofa Kópavogs Sýningar - Rannsóknir - Ráðgjöf Náttúrufræðistofnun Íslands Pöddur Nýherji Þróun fartölva: frá saumavélinni til fi stölva Nýsköpunarmiðstöð Íslands Virkjum hafi ð! Möguleikar seltuvirkjana á Íslandi ORF Líftækni Íslensk orka – íslenskt hugvit – sérvirk prótein í sameindaræktun Oxymap ehf. Súrefnismælingar í augum ReykjavíkurAkademían Fræðimenn í fl æðarmáli RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA Hvar liggja tækifærin? Roche NimbleGen Iceland Örfl ögusmíði á norðurhjara veraldar Star-Oddi Prófaðu skynjarana þína! Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness Skoðum næturhimininn Stofnun Árna Magnússonar Vefnaður Árnastofnunar Tungutæknisetur Íslensk máltækni Veðurstofa Íslands Loft, vatn, snjór, jöklar, jörð og haf Þekkingarnet Austurlands Hríslur og hreindýr Össur Háþróuð skynjun Rannís Sjóðir og styrkir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.