Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 5
IV. Reykjavik, laugardaginn 19. des. 1931 51.—52. IÓLAHUGLEIÐING Eftir Sigurð P. Sívertsen, vígslubiskup Eitt af skáldum vorum kemst svo aÖ orÖi í kvæði, er lýsir hljóxnlistarkvöldi i stórborg: „Fiölari, grip þú í minnisins þræði! Strengdu þá hátt, og strjúk svo aö hljómi, stiltu þá lágt, svo að grunn- tónar ómi“. Þáð sem hljómlistinni hjer er eignað, að grípa í minnisins þræði, hygg jeg að eigna megi í dýpstu merkingu hátíð hátíð- anna, jólunum, Þegar til jól- anna er liugsað, og allra helst þegar þau eru til vor komin, þá fara grunntónar að óma, ekki aðeins í hjörtum barna og ungmenna, heldur einnig í sál- um fjölda þeirra manna, sem fulltíða eru. Jólin koma ávalt lil vor með faðminn fullan af minningum. Fjölbreytni þeirra minriinga. er lakmarkalaus, þár eð lífið er svo margbreytt og margþætt og criginn maður í öllu öðrum lík- ur. Þar kemur til greina aldur maiina og ytri aðstæður, þrár þeirra og hugðarmál. Þær eru uæsta ólíkar minningar barns- ins og hins fulltíða manns, fjöÞ skyidumannsins og einstæðings- ins, lirausta mannsins og þess, sém oftasl er sjúkur, efnaða mannsins og l'átæklingsins, hins gæfusama og þess, sem reynd- ur er í skóla lífsins og meir hef- ir kynst dökku hlið lífsins en hinni björtu. Þær eru einnig ó- líkar eftir því, hvað hugurinn girnist mest og af hverju hjart- að einkum gleðst. Surnir leggja mest upp úr ytri gæðunum, sem þessi hátíð flytur þeim meira af en aðrir dagar ársins, dvelja lielsi við naulnahlið lífsins og skemtanir, og minningarnar lit- asl af því hugarþeli. Aðrir meta meira andlegu gleðilindirnar, guðsþjónustustundir á heimili og i kirkju, og finst að hátíðin liafi öllu öðru fremur komið til sín á þann liátt, og eiga þvi l)estu endurminningarnar um þessa liátíð í sambandi við guð- ræknisiðkanir jólanna, jólatrje og jólasálma. Alt er þetta ólíkt, annars veg- ar eftir aðstæðum manna, en hins vegar eftir innræti þeirra. En er þá ekkert sameiginlegt í öllum þessum minningum, sem tengdar eru við jólin? .Iú, ekki verður því neitað að svo sje, el' beUir er aðgætt og clýpra kafað. Því að það mun almenn reynsla manna, að þótt ytri gæðin, sem bundin eru við jólin, og ytri aðstæður allar, setji að mörgu leyti blæ sinn á minningarnar um liverja liðna liátíð, sje þó annað dýpra bak við, er mestu valdi um svip þann, er jólin hvert sinn hafi l'engið, og það sje kærleikshlýj- nn, sem þessari hátið var í hvert skifti samfara á heimili manns og utan heimilis. Það er hún, sem mestu hefir valdið um það, hvort þessar riefndu endurminn- ingar vorar eru bjarlar og hlýj- ar eða daufar og daprar. Þótl alt annað geti skift miklu máli, hefir þetta ávalt varðað mestu. Aldrei hafa menn frem- ur en þá reynt sannleika þann, cr Steingrimur Thorsteinsson orðar á þessa leið: „Án kærleiks sóliri sjálf er köld og sjerhver blómgrund föl, og himinn líkt sem líkhúss tjöld, og lífiíS eintóm kvöl. Eitt kærleikans orð, það sólbros sætl um svartan skýja dag, ó, hvaft það getur blíðkað, bætt og betrað andans hag!“ Allir munu kannast við, að ckkert liafi mótað eins allar endurminningar þeirra um und- anfarin jól eins og kærleikur- inn, lilýja annara til þeirra,and- blærinn þýði, sem umlukti þá. En ekki aðeins kærleikur ann- ara til þeirra, Iieldur öllu frem- ur kærleikur þeirra til annara, hvort sem var til ættingja, heim- ilismanna og vina, eða til þeirra, sem menn voru engum böndum bundnir öðrum en þeim, er stöf- uðu af meðvitundinui um, að þeir þörfnuðust aðstoðar, hjálp- ar og hlýju. Það er si-endur- tekna reynslan um, að vissasta leiðin til þess að geta orðið gleði aðnjótandi sje að gleðja aðra, leggja eitthvað i sölurnar fyrir þá, gefa þeim eitthvað af insta huga sínum, af fórnfúsu kær- leiksþeli hjarta síns. Það er öllum holt að láta sam- eiginlega reynslu um gildi kær- leikans knýja fram fórnarlund, og livetja oss til að sýna sem mesta hlýju og ástúð á þessari líátið, sem nú er runnin upp yfir oss. Það er ekki síst mikils- verl á þessum erfiðu timum, þegar gjöra má ráð íyrir, að diiprara sje á lieimilum margra og daufara framundan en verið hefir síðustu árin. En engan, sem til þessa hugs- ar, má það henda, að hann gleymi þeim lávarði lífsins, sem mestan kærleikann hefir leitt inn í mannlífð. Því að alt hið besta, sem vjer kynnumst á jólunum, bendir til hans, sem kom með „kærleiksvorið“ inn í mannlíf- ið, það kærleiksvor, sem sífelt hel'ir verið að bræða klakann úr köldum mannslijörtunum. Uann kom til vor með fagnað- arerindið um kærleika Guðs til mannanna, og um þann vilja hans, að mennirnir elskuðu hverir aðra sem bræður og syst- ur. En liann var einnig ljómi ctýrðar Guðs og imynd veru hans (Hebr. 1, 3), sem sýndi oss og sannaði, að kærleikurinn er sterkasta aflið á jörð. Ilann ber oss því að tigna með elsku og lotningu, um leið og vjer þökkum föðurnum, sem sendi oss hann af kærleika sín- um. Vjer viljum taka undir með Páli postula og segja: „Þökk sje Cnöi fyrir sína óumræöilegu (jjöf“ (2. Ivor. 9, 15). Kærleikur Guðs eins og hann hefir birst í Jesú Kristi er dýr- legasta gjöfin, sem vjer menn- irnir höfum eignast. Þá gjöf fá- um vjer aldrei fullþakkað. Enga óska á jeg heitari en þá, að sá kærleikur megi móta hugsanir vorar og alla fram- komu um þessa jólahátíð, og að þessir dagar mættu laða oss og lijálpa oss til að líkjast honum, sem dýrlegastan átti hjer í heimi kærleikann til Guðs og manna. GuÖ gefi oss öllum gleöileg jól.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.