Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 24

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 24
24 F Á L K 1 N'N Hinu megin við ganginn, í miðálmunni er stofa til Rönt- genlækninga með þeim vjelum sem til þeirra þarf. Þarna er sterkasti straumurinn notaður enda getur spennan farið upp i 200.000 volt. Barnastofa. Nú erum við búin með Rönt- gendeildina en í miðálmunni niðri er líka baðdeildin, fyrir böð og nudd. Þar hefir líka ver- ið komið fyrir „Elektrokardio- graf“, sem er áhald til þess að skrifa upp línurit af rafmagns- straumum þeim, sem framleið- ast í líkamanum við starf hjart- ans. Er þetta sú nálcvæmasta skoðun, sem hægt er að gera á hjartanu, fyrir þá, sem úr línu- ritunum kunna að lesa. Þar er og áhald til þess að mæla ná- kvæmlega efnabyltingu líkam- ans en slíkt er nauðsynlegt við skoðun ýmsra sjúklinga. Yst í miðálmunni er svo mið- ntöðin. Nú getum við farið með sjúkralyftunni upp á næstu hæð, en þar er lyflælmisdeild- in. Fyrir miðju er aðalinngang- urinn og anddyrið með stigum upp alla miðbygginguna. Öðru megin við anddyrið er skrif- stofa spítalans en hinumegin fatageymsla fyrir sjúklinga og heimsækjendur. Þegar inn á deildina kemur liggja göng með norðurhlið en allar sjúkrastof- urnar liggja mót suðri. Þarna eru áætluð rúm fyrir 40 sjúk- linga en oftastnær eru þar fleiri, hefur þurft að bæta við aukarúmum. Þarna eru nokkr- ar einbýlisstofur, 2 stofur fyr- ir 3 sjúklinga, 2 fyrir 6 og 2 fyrir 8. Liggja stærstu stofurn- ' ar sín í hvorum enda hússins. Öðru megin miðju liggja kon- ur, en karlar hinumegin. í miðri bæði kvenna og karla- deild er dagstofa fyrir þá sjúk- linga, sem fótavist hafa. í litln álmunum til endanna eru býti- búr, þar sem maturinn er framreiddur og ekið frá um deildina, og baðherbergi og skol og' salerni. I miðálmunni er gangur eftir miðju. Til hliðanna eru: að- gerðastofa og lierbergi lækna, rannsúknastofa fyrir efnafræð- islegar rannsóknir og gerla- rannsóknir, kenslustofa og 2 sjúkrastofur fyrir sjúklinga, sem grunaðir eru um að hafa sóttnæma sjúkdóma. Lyfjaher- bergi er þar líka. Loks er yst i miðálmunni innakstur fyrir sjúkrahifreið, svo ekki þurfi að taka sjúklinga úr bifreiðinni úti undir berum himni, og' mót- tökubað. Á næstu hæð fyrir ofan er handlæknisdeildin. Sj úkrastof- ur, dagstofur, býtibúr o. s. frv. er þar að mestu leyti eins fyr- irkomið og á lyflæknisdeild- Stofa fyrir fíöntgenskoðun. Spitalagöngin. Sumbýlisstofa inni og áætlaður sjúklinga- fjöldi sá sami. En þar er eins, að yfirfult er orðið oftastnær. í miðálmunni hagar aftur á móti öðruvísi til, því að þar fara skurðaðgerðirnar fram. Ciöng eru eftir miðju. Til ann- arar handar ern þar læknaher- bergi. lítil rannsóknarstofa og lierbergi fyrir umbúðir og verk- færi og annað cr nota þarf, en til hinnar handarinnar er innst biðstofa og þá 2 skurðstofur: milli þeirra er herbergi til þess að sóttlireinsa í umbúðir og verkfæri, eima vatn og fleira, og er þelta gerl með gufu og rafmagni. Innri skurðstofan er notuð fyrir hreinar. aðgerðir en hin til umbúðaskiftinga og ó- hreinna aðgerða. Efsta hæðin er í aðalbygging- unni ætluð fyrir 28 sjúklinga, með líku fyrirkomulagi og deildirnar á neðri hæðunum. En því tekur þessi hæð færri sjúklinga, að báðu megin við miðbvgginguna eru stórar sval- ir móti suðri, sem ætlast er til, að sjúklingar geti legið á, und- ir herum himfli. Hjer eru þó Einbýlisstofa. 1 •* i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.