Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Eftir P. LYKKE SEEST. Teikningar eftir ROALD MORTENSEN. Það var jólaheimboð hjá lækninum, og „öll sveitin“, sem maður kallar, var stödd í þess- ari einu veislu, sem gamli lækn- irinn efndi til á vetrinum. Unga fólkið skemti sjer við þjóð- dansa fram eftir kveldinu, og við pantaleiki og gátur, rosknu frúrnar skemtu hver annari með skrafi um alt milli himins og jarðar og karlarnir rök- ræddu stjórnmál og sveitar- málefni eða fengu sjer slag. Þetta var gamaldags sam- kvæmi, því að gamli læknirinn var dálítið sjervitur og setti út á ýmislegt í nýju tískunni og kallaði það Ameríkusiði: til dæmis jass og foxtrot. Og ekki hafði hann fengið sjer grammó-' fón nje viðtæki — hann var aft- urhaldssamur hvað það snerti, þó hann vildi fylgjast með tísk- unni í öðrum greinum, t. d. í vísindagrein sinni. Þar liamað- ist hann gegn öllum bábiljum, siðum og venjum, sem heil- brigðismál varðaði, svo að mörgum þótti nóg um. Þar var hann frömuður þess nýja, og krafðist margs, sem sveitar- stjórninni fanst einber óþarfi. Þrátt fyrir alt var læknirinn vinsæll í sveitinni, líka hjá unga fólkinu, og það skemti sjer vel á læknissetrinu á þessari árlegu samkomu, þó að hún færi fram samkvæmt gömlum venjum. Einhver var það, sem seint um kvöldið fór að segja dul- rænar sögur. Þá fluttu gömlu konurnar sig inn til unga fóllcs- ins og hlustuðu á hverja söguna eftir aðra, draugasögur og aft- urgöngusögur, sálrænar sögur sem ómögulegt var að skýra. Það rak hver sagan aðra. Meðal unga fólksins var læknanemi úr höfuðstaðnum, sem ekki kunni neina sögu að segja um þessi efni; hann sat hljóður og hlustaði á, með ef- unarhrosi, en ljet ekkert álit i ljósi. Við og við rendi hann augunum til einnar stúlkunnar í hópnum og svo brostu þau ef til vill hvort til annars. Stúlkan hjet Helga í Vardal, ein efnað- asta bóndadóttirin í sveitinni, ung og falleg og hafði dvalið nokkur ár í heimavistarskólum t Englandi og Frakklandi. Stúd- entinn — hann var bróðurson- ur gamla læknisins hafði duflað talsverl freklega við liana um kvöldið og liitt fyrir andstæðing, sem eigi var hon- um síðri. Hún galt líku líkt og nú höfðu fokið milli þeirra tví- ræð orð fim vopnaviðskifti voru það og fvlgdi glens og hlátur. Það gat þýtt alt og ekk- ert. Þegar á leið ágerðist óhugur- inn í fólkinu við sögurnar, allir fengu áskorun um, að segja frá einhverju geigvænlegu, sem fyrir þá liafði horið, en fæstir kunnu frá nokkru slíku að segja. Það var komið að mið- nætti, þegar einhver var spurð- ur, hvort liann þyrði að fara einn út i kirkjuna, sem var þar skamt frá, og sem orð ljek á að reimt væri í, og sækja sálma- bókina, sem lægi þar á altarinu. Sumar stúlkurnar urðu náfölar og fóru að skjálfa — það mundi enginn gera þótt hann ætti lifið að leysa, sögðu þær. Aðrir sátu hljóðir, en hugsuðu það sama. Karlmennirnir voru hugaðri og vitanlega — ef til þess kæmi, þá þyrðu þeir það, en enginn gaf sig fram. Þá spui'ði Helga stúdentinn alt í einu: — Þorið þjer? Hann leit á hana brosandi og spurði aftur: En þjer? Nei, þjer eigið að svax*a á undan. Þorið þjer að fara þangað með mjer? spurði liann og varð skyndilega svo alvarlegur. — Þjer svarið ekki, ungfrú Helga. Jeg vil ekki svara þvi, sagði hún undirleit og roðnaði. En nú linnti ekki á spurning- unum hjá liinu fólkinu. Stúd- entinn kvaðst vera óhræddur, og var tekinn á orðinu. Það var ákveðið, að hann skyldi fara nokkrum mínútum fyrir mið- nætti, þannig að hann væri staddur inni í kirkjunni þegar klukkan slægi tóll'. Hallvarður í Gai'ðási tók að sjer að útvega kirkjulykilinn. Ilann var á kennaraskólanum, en hafði komið heim urn jólin og var af einni af elstu ættum sveitarinnai', eins og Helga. Fólk hafði gert hjón úr þeim, lielgu og honum. Þá fengi hann Vardalinn, þegar til kæmi, því að Helga var einbirni. Víst var um það, að Hallvai'ð- ur gaf Helgu auga, og fanst al- veg eins og almenningi. Hann þóttist meira að segja hafa eins- konar forgangsrjett að stúlk- unni, enda þótt engin heit hefðu verið um það gefin. Ilann hafði cinmitt lxugsað sjer að gera út um þetta núna um jólin, því að í vor væri náminu lokið og þá ætlaði hann að sækja um kenn- arastöðu, sem var laus í sveit- inni. Honum gramdist við stúdent- inn all kvöldið fyrir framferði hans, áleitni og glens í garð Helgu, og honum gramdist líka hvernig hún hafði tekið þvi. Hann hafði hvað eftir annað blandað sjer i samtal þeirra, en þau höfðu látið eins og þau heyi'ðu hann ekki eða sæju. Og hann fór að brjóta heilann um, hvernig hann gæti gert stúdent- inum grikk. Ilvernig hann gæti lirætt hann svo, að liann þyrði ekki inn kirkjugólfið! Hallvarður hafði fengið lyk- ilinn. Hann stóð með hann í hendinni og hugsaði. Ráðið, sem honum hafði dottið í hug, var eklci svo afleitt. Hann náði i línlak og sóp, læddist upp í kirkjugarðinn og opnaði kirkju- hurðina. Hann titraði af hræðslu og blóðið steig lionum til höf- u ðs og það fór hræðsluhrollur um liann allan, þegar hann þreifaði sig áfraiii inn eftir gólfinu. Það var eins og tómið þarna í kirkjunni yrði lifandi af ósýnilegum verum. Honum tókst að festa sópinn upp við bekk innarlega í kirkjunni og lireiða lakið yfir. Svo flýtti hann sjer út kirkjugólfið og leit til baka í dyrunum, og — var það ekki alveg eins og sópur- inn og lakið væri farið að hlæja. Og í sama vetfangi fanst honurn liann heyra liávaða ofan frá altarinu, glamrandi og dýrsleg- an lilátur. Hann rambaði út fyr- ir, læsti hurðinni og fölur og hrærður kom hann inn i stof- una læknisins aftur, með kirkju- lvkilinn. Hann lilakkaði yfir þvi í huganum, að mi skyldi keppinautur hans verða fyrir hugraun, sem gæti rænt hann þessu yfirlætisbrosi, sem altaf tjek um varir hans. Helga horl'ði á hann — sá hve fölur og nötrandi hann var og hve flóttalegt augnaráðið var. Ilana grunaði að eitthvað iJl væri á seiði, liéfnd í einni eða annar mynd, og reyndi að eyða málinu. —- Góði, þetta var ekki annað en gaman .... það vita allir að stúdentinn þorir vel, að fara upp í kirkju. Og þannig lijelt hún áfram. En meðan þessu leið hjelt unga fólkið, eggjað af æsingunni, sem sög- urnar höfðu skapað í huga þess áfram að ögra honum. — Nú el' hann þyrði þá væri hann far- inn! Stúdentinn fór i frakka sinn, ljet leita í vösum sínum eftir eldspítum — því þær mátti hann ekki hafa með sjer, til þess að víst væri, að hann not- aði þær ekki þegar liann kæmi inn í kirkjuna — það var áskil- ið, að hann væri inni í kirkj- unni í inyrkri. Hann brosti um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.